A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kvennahlaupið á Hólmavík 16. júní

| 12. júní 2012
Merki Kvennahlaups ÍSÍ
Merki Kvennahlaups ÍSÍ
Kvennahlaupið fer fram í 23. skipti um allt land laugardaginn 16. júní - og líka á Hólmavík. Hlaupið á Hólmavík hefst við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík kl. 11:00. Hægt er að velja um að hlaupa 1, 3, 5 eða 10 km. Forskráning fer fram hjá Ingu Sigurðar í s. 847-4415 eða í netfangið ingasig@holmavik.is. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur eftir hlaupið. Þáttökugjald er kr. 1.250, en innifalið í því er kvennahlaupsbolurinn sem er úr dry-fit efni, með V-laga hálsmáli og verðlaunapeningur.


Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið. Á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt á 90 stöðum hérlendis og 16 stöðum erlendis.

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs. Kvennahlaupið er haldið sem næst kvenréttindadeginum 19. júní þar sem höfðað er til samstöðu kvenna.

  
Frá árinu 2002 hefur verið hlaupið undir ákveðnu þema og slagorði þar sem vakin er athygli á málefnum tengdum heilsu kvenna. Hefur kvennahlaupsnefnd ÍSÍ verið í samstarfi við ýmis félagssamtök eins og Samhjálp kvenna, Beinvernd, Geðrækt, UNIFEM, Hjartavernd, Lýðheilsustöð, Krabbameinsfélagið, Kvennfélagasamband Íslands og Styrktarfélagið Líf.

  
Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili hlaupsins frá árinu 1993. Heimasíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ er hýst á vef Sjóvá www.sjova.is Þar er að finna helstu upplýsingar um hlaupið, sögu hlaupsins, hlaupastaði og þema. Inn á vefnum er einnig að finna skemmtileg myndskeið og veglegt myndasafn frá flestum hlaupastöðum kvennahlaupsins frá árinu 2001. Kvennahlaupið er einnig á Facebook.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón