A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kostnaðarmat vegna grunnskólans

Þorgeir Pálsson | 06. mars 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú liggur kostnaðarmat EFLU fyrir hvað varðar viðgerðir á grunnskólanum.  EFLA leggur fram tvær leiðir, A og B, sem eru eftirfarandi:

Leið A:
Allsherjar endurnýjun á ytra og innra byrði beggja húsa, full einangra húsin að utan og koma fyrir vatnsvarnarlagi í formi gufuopins dúks sem þéttur er við glugga. Bæði hús verða klædd með nýrri álklæðningu og allir gluggar sem ekki er búið að endurnýja verða endunýjaðir. Múr og einangrun verða hreinsuð innan af burðarveggjum og þeir sótthreinsaðir. Öll gólfefni fjarlægð og botnplötur brotnar upp að hluta til restin slípuð. Gengið frá dren- og frárennsliskerfi og loftræsing sett upp í bæði hús. Lagnir innandyra endurnýjaðar að hluta ásamt öllum rafmagnsbúnaði

Kostnaðaráætlun: kr. 255.995.000.- með vsk.  Ofan á þessa upphæð leggst allt að 25% óvissuþáttur (EFLA gerir reyndar ráð fyrir +/- 15%, en sveitarstjórn telur rétt að hafa þetta hlutfall hærra).

Leið B:
Múr og einangrun verður hreinsað af burðarveggjum eldra húss, lokið yrði við að klæða bæði húsin að utan með áli og einangra líkt og búið er að gera við hluta hússins. Gólfefni verður fjarlægt og ílögn slípuð upp, botnplata brotin upp að hluta til og endursteypt. Skipt væri um glugga á bókasafni og í verklegu kennslustofum. Hinir yrðu lagfærðir. Útveggir eldra húss einangraðir og múraðir skv. kröfum. Gengið yrði frá dren- og frárennsliskerfi ofan við húsin og loftræsing sett upp í bæði hús.

Kostnaðaráætlun: kr. 196.955.000.- með vsk.  Ofan á þessa upphæð leggst allt að 25% óvissuþáttur. 

EFLA leggur til að leið A verði farin.  Sú leið mun kosta amk. 320 milljónir, samkvæmt þessu, sé reiknað með 25% óvissu.

Í umræðunni hefur sú spurning komið fram, hvað það myndi kosta að byggja nýjan skóla, frá grunni.  Erfitt er að slá slíku föstu án frumathugunar og þarfagreiningar, en þó hafa tölur eins og 800 milljónir og jafnvel einn milljarður verið nefndar.  

Sveitarstjórn mun nú skoða þessa kosti ítarlega og leita til fagaðila hvað mat á þeim varðar. Nánari upplýsingar verða gefnar eins fljótt og hægt er.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón