A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íţróttaviđurkenning

| 20. janúar 2021
Félagar í Skíđafélagi Strandamanna sem voru viđstaddir athöfnina
Félagar í Skíđafélagi Strandamanna sem voru viđstaddir athöfnina

Síðastliðinn mánudag var íþrótta- og lýðheilsuhátíð Strandabyggðar haldin hátíðleg í tilefni að því að 16 ár voru liðin frá opnun íþróttahússins okkar. Hátíðin var að þessu sinni haldin fyrir utan Grunn- og tónskólann á Hólmavík og tóku grunnskólanemendur og -starfsfólk virkan þátt ásamt Skíðafélagi Strandamanna og Hvatastöðinni. Því miður var ekki hægt að bjóða gestum í þetta skiptið en streymt var beint frá afhendingu viðurkenningar á Facebooksíðu Strandabyggðar.

Almennt séð er að þessu tilefni veitt viðurkenning til íþróttamanneskju ársins auk þess sem veitt eru hvatningarverðlaun. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd fylgir þá nákvæmum reglum við útnefningu á íþróttamanneskju árins og byggir á tilnenfningum almennings. Metfjöldi tilnefninga barst til nefndarinnar í ár og voru þær fjölbreyttari en oft áður og áttu til dæmis við um íþróttafélög fremur en einstaklinga.

Nýliðið ár hefur verið öðruvísi. Æfingar hafa á tímum legið niðri, mis lengi eftir aldurshópum þó, mót hafa varla verið haldin og keppnisferðalög, hvað þá erlendis, hafa varla þekkst. Íbúar hugsuðu þó út fyrir kassann og fundu sér ýmsar leiðir til að huga að eigin hreytsi. Eldri borgarar gengu allt árið og það gerðu sömuleiðis margir einstaklingar og minni hópar. Hlauparar sáust á stangli, jógatímum var streymt og sundlaugin bauð gesti velkomna þegar hægt var. Æfingum barna var einnig hægt að halda úti mikinn hluta ársins og mörg stóðu þau sig með stakri prýði. 


Í ljósi ofangreindra aðstæðna ákvað tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd að bregða út af vananum og veita félagi en ekki einstakling viðurkenningu fyrir framlag sitt til íþróttamála. Handhafi viðurkenningarinnar og farandbikarsins í ár er Skíðafélag Strandamanna. Félagið virðist eflast með ári hverju og státar af metnaðarfullu, fjölbreyttu og skemmtilegu barna- og ungmennastarfi sem nú er allan árins hring með fjallgöngum, þrekæfingum og línuskautum auk skíðanna. Skíðafélagið býður fjölskylduna velkomna með í leik og æfingar og opnar á möguleika gestkomandi til að stunda íþróttir í okkar fallega umhverfi, hvort sem er í leik eða keppni. Skíðafélagið er nú að leggja lokahönd á skíðaskála í Selárdal sem er metnaðarfullt verkefni unnið með samtakamætti þeirra sem að félaginu koma. Skíðafélag Strandamanna ber af hvað varðar prúðmennsku, vinsemd og hvatningu og er samfélaginu til sóma.
Þess vegna er Skíðafélag Strandamanna handhafi íþróttaviðurkenningar Strandabyggðar fyrir árið 2020.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón