A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íţróttaverđlaun Strandabyggđar

| 29. febrúar 2024
Stefán Ţór (t.v.)bróđir Árnýar tók viđ verđlaununum fyrir hennar hönd. Benedikt Gunnar (t.h)
Stefán Ţór (t.v.)bróđir Árnýar tók viđ verđlaununum fyrir hennar hönd. Benedikt Gunnar (t.h)

Íþróttaverðlaun Strandabyggðar árið 2023 voru afhent í dag við mikinn fögnuð.

Titilinn íþróttamanneskja ársins 2023 hlýtur Árný Helga Birkisdóttir. Á liðnu ári lagði Árný Helga gríðarlega mikið á sig við æfingar og keppnir um land allt. Hún lagði mikið á sig til að sækja þekkingu utan svæðis og æfði samviskusamlega og sjálfstætt til að ná þeim markmiðum sem hún hafði sett sér. Hún fór á fjölmörg mót, bæði hér á landi og erlendis sem og æfingaferðir. Hún er ljúf, áhugasöm, ósérhlífin og gefst ekki upp þegar á móti blæs. Hún styður aðra iðkendur með hvetjandi og vinalegri framkomu hvar sem maður hittir á hana.

Árangur Árnýjar Helgu er aðdáunarverður þar sem hún vann Bikarkeppni SKÍ sem samanstendur af alls 11 keppnum yfir veturinn 2023. Einnig var hún dugleg að taka þátt í Íslandsgöngum sem eru haldnar víðsvegar um landið. Árný Helga komst auk þess í 2 kvenna úrtökuhóp gönguskíðaungmenna fyrir Ólympíuleikana í Suður Kóreu, sem var gríðarlegur heiður. Árný Helga er einstök fyrirmynd annarra barna.
Meðfylgjandi listi yfir árangur Árnýjar Helgu er ekki tæmandi en gefur glögga mynd af mögnuðum afrekum hennar.
Skíðaganga:
• Bikarmeistari (Samanlögð stig eftir 11 keppnir)
• 1.sæti í Strandagöngunni 20 km
• Andrésandarmeistari
• 1.sæti í Fossavatnsgöngunni 25 km
Utanvegahlaup:
• Súlur Vertical 18 km
• Fjögurraskógahlaupið 17,6 km, 5 sæti


Þá voru einnig veitt Hvatningarverðlaun Strandabyggðar 2023 en þau hlýtur Benedikt Gunnar Jónsson. Benidikt stóð sig gríðarlega vel í kúluvarpi árið 2023. Benedikt á lengsta kast 14 ára drengja með 5 kg kúlu og annað lengsta kast 14 ára drengja með 4 kg kúlu. Benedikt varð Íslandsmeistari í kúluvarpi í sínum aldursflokki og auk þess keppti hann upp fyrir sig á nokkrum stórum mótum þar sem hann hlaut bronsverðlaun í flokknum 16-17 ára. Þá er hann talinn mjög líklegur til að komast inn í Afreksíþróttamannadeild ÍSÍ.

Meðfylgjandi listi yfir árangur Benedikts er alls ekki tæmandi en gefur okkur yfirsýn yfir frábæran árangur hans á síðastliðnu ári:
• Stórmót ÍR janúar 2023 - 1.sæti með 11,32 m og persónulega bætingu
• Gaflarinn 4. nóvember 2023 - 1.sæti með kast upp á 14,74 m og persónulega bætingu
• Silfurleikar ÍR - 1.sæti og kastaði 15,45 m með persónulega bætingu
Í lok desember kastaði hann svo 15,49 m á jólamóti ÍR og bætti sig því um rúmlega 4 metra í kúluvarpi á einu ári. Þessar tölur sýna okkur hvað Benedikt hefur bætt sig mikið á einu ári og hlökkum við til að fylgjast með honum á þessu ári.

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón