A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík óskar eftir að ráða starfkraft til framtíðarstarfa

| 19. júní 2015

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík óskar eftir að ráða starfskraft til framtíðarstarfa. Um fullt starf er að ræða.

Í starfinu felast meðal annars eftirfarandi verkefni:

  • Móttöku og afgreiðslu viðskiptavina
  • Baðvörslu og þrifum á húsnæði
  • Aðstoð við viðhaldi og rekstur tækja og búnaðar
  • Önnur verkefni sem forstöðumaður felur starfsmanni

 Gerðar eru kröfu um að viðkomandi:

  • Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
  • Búi yfir góðri samskiptafærni  og þjónustulipurð
  • Sé verklaginn og útsjónarsamur
  • Leitist við að vera hvetjandi og góð fyrirmynd í starfi sínu og framkomu

Það þætti kostur ef viðkomandi hefði þekkingu og getu til ýmissra viðhaldsstarfa, s.s. lagna- og eða rafmagsvinnu.

Starfinu fylgja töluverð samskipti við skriftstofu og aðrar stofnandir sveitarfélagsins, s.s. leik- og grunnskóla og áhaldahús sem og íþróttafélög og önnur félög á staðnum.

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Skúladóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar í síma 4513564.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní  2015 en umsóknir skulu berast til á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is  eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan júlí.

Um Íþróttamiðstöðina

Sveitarfélagið Strandabyggð á og rekur íþróttamiðstöð þar sem er íþróttahús og sundlaug. Í íþróttamiðstöðinni fer fram íþrótta- og sundkennsla allra grunnskólabarna í Strandabyggð auk þess sem íþróttafélög  á staðnum fá þar aðstöðu fyrir starfsemi sína. Auk þess geta einstaklingar og hópar leigt íþróttasalinn, farið í sund og heita potta, auk tækjasalar sem einnig er á staðnum. Tjaldstæði sveitarfélagins eru rekin af íþróttamiðstöðinni og er töluverður rekstur þar í kring yfir sumartímann. Mikil hefð er fyrir ýmissri íþróttaiðkun í Strandabyggð og hefur starf íþróttafélaganna eflst undanfarin ár og mikil sókn er í aðstöðu íþróttahússins. Við íþróttamiðstöðina starfa 2 starfmenn yfir vetrartímann en yfir sumarið  eru starfmenn um 7. Sveitarfélagið er í vottunarferli EarthCheck ásamt Vestfjörðum öllum og tekur starfsemin mið af því.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón