A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur um dreifbýlismál

| 30. apríl 2011
Frá íbúafundi um dreifbýlismál. Mynd IV.
Frá íbúafundi um dreifbýlismál. Mynd IV.

Á opnum íbúafundi sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi 19. apríl s.l. um dreifbýlismál komu fram hugmyndir íbúa um hvernig unnt er að stuðla að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í dreifbýli í Strandabyggð. Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar stóðu fyrir fundinum en fundarstjórar voru Jón Stefánsson formaður nefndarinnar og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri. Fundurinn var með sama sniði og íbúafundur um fjármál Strandabyggðar sem haldinn var á Hólmavík í nóvember s.l. þar sem hugmyndavinna var unnin í hópum eftir stutt innlegg fundarstjóra.

Ein af spurningunum sem fundarmenn fjölluðu um var fyrir hverju sveitarfélagið Strandabyggð getur beitt sér út á við, t.d. við ríkisvaldið, sem stuðlar að eflingu byggðar í dreifbýli. Samgöngu-, orku- og fjarskiptamál voru ofarlega í huga fólks í dreifbýli Strandabyggðar sem og mikilvægi þess að sveitarstjórn standi vörð um hagsmuni íbúa út á við. Hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem íbúar lögðu mesta áherslu á varðandi þessa spurningu en frekari umfjöllun um íbúafundinn mun birtast hér á vef Strandabyggðar næstu daga.

Hverju getur sveitarfélagið Strandabyggð beitt sér fyrir út á við, t.d. við ríkisvaldið:

 • Sveitarstjórn gæti hagsmuna íbúa út á við:
  - Verja hagsmuni íbúa þegar sett eru lög og reglugerðir
  - Standa vörð um framlög úr Jöfnunarsjóði - t.d. varðandi skólaakstur
  - Standa vörð um póstþjónustu
  - Segja frá möguleikum byggðarlagsins 
  - Vera vakandi yfir að fá fyrirtæki til að flytja hingað
  - Refa- og minkaveiðar - meira fjármagn, m.a. vegna nálægðar við friðland
 • Samgöngmál
  - Viðhald vega
      o Snjómokstur
      o Ná vegum upp úr drullu
      o Vegrið í Kollafjörð 
      o Slitlag þar sem vantar + Bitran
  - Almenningssamgöngur:
      o Hólmavík - Akureyri
      o Hólmavík - Ísafjörður
 • Orkumál
  - Þriggja fasa rafmagn
  - Jöfnun raforkukostnaðar
  - Hitaveita
 • Fjarskiptamál
  - Bæta gsm-þjónustu
  - Bæta nettengingar
  - Bæta útvarpssendingar
  - Bæta sjónvarpssendingar, t.d. Stöð 2
 • Varnargirðingar
  - Viðhald og eftirlit 
  - Þrif og endurnýjun

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón