A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hressir krakkar mótmćla

| 12. apríl 2019
Þessir hressu krakkar úr Grunnskólanum komu að Þróunarsetrinu í dag og mótmæltu.  Þau mótmæltu gróðurhúsaáhrifum og því hvernig við horfumst ekki í augu við afleiðingar þess.  Þau mótmæltu því líka að Strandabyggð sá sér ekki fært að taka við flóttafólki að beiðni Útlendingastofnunar.  Við ræddum saman dágóða stund og skýrðum málin, en fengum líka upp margar góðar hugmyndir, sem ég læt hér með fylgja inn í umræðuna:
  • Byggjum húsnæði úr gámum til að taka við flóttafólki
  • Sveitarfélagið kaupir Hostelið fyrir flóttafólkið
  • Setjum upp moltustöðvar á vissa staði í þorpinu
  • Eflum þekkingu á flokkun á rusli
  • Borðum minna og hendum ekki mat
  • Göngum í vinnuna
  • Kaupum minna inn í hvert skipti 
  • Við þurfum ekki að eiga alltaf nýjustu útgáfu af farsíma, sem smábörn víða um heim búa til við óviðunandi aðstæður
  • ofl.
Það er frábært að eiga svona krakka sem láta sér umhugað um umhverfið og náungann.  Þetta er framtíðin okkar og við skulum hlusta á hana! 

Flott krakkar, takk fyrir komuna! Komið sem oftast.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón