A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hrekkjavaka, Draugahús

Ţorgeir Pálsson | 26. október 2022
Það er komin Hrekkjavaka! 

Það hefur varla farið framhjá neinum, að það er komin Hrekkjavaka með tilheyrandi.  Á föstudag 28. október  kl 17-19 verður Draugahús í Félagsheimilinu.  Í Draugahúsinu má búast við alls kyns óvæntum látum.

Milli kl 19 og 21 geta síðan börn gengið á milli húsa, bankað uppá og boðist til að syngja fyrir sælgæti eða annað góðgæti.  Það hefur skapast sú venja, að þar sem hús er skreytt, þar má banka uppá.  Og krakkar;  það er vissara að hafa vasaljós, því það er ekki víst að það verði ljós á öllum ljósastaurum!

Gerum daginn skemmtilegan með krökkunum okkar!

kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón