A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreinsunarátak 2012 - Umhverfisvikur í Strandabyggð

| 27. apríl 2012
Mynd IV.
Mynd IV.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti hreinsunarátak í Strandabyggð 2012 á sveitarstjórnarfundi 17. apríl s.l. Hreinsunarátak og umhverfisvikur verða sem hér segir:
 

Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík 16. maí 2012
Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 2012. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar fjarlægi rusl. Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við starfsfólk Áhaldahússins en góð þátttaka var í umhverfisdegi fyrirtækja og stofnanna árið 2011.


Umhverfisdagur á Hólmavík laugardaginn 19. maí 2012

Umhverfisdagur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 19. maí 2012. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum:

- 14:00 Bláa hverfið
- 15:00 Appelsínugula hverfið
- 16:00 Rauða hverfið


Umhverfisvikur í dreifbýli Strandabyggðar

Sorpsamlag Strandasýslu verði með aukagáma fyrir timbur og járnarusl í Gula hverfinu á eftirtöldum stöðum í sumar:

- Bitrufjörður dagana 18. - 22. júní 2012
- Kollafjörður dagana 25. - 29. júní 2012
- Tungusveit dagana 2. - 6. júlí 2012
- Ísafjarðardjúp dagana 9. - 13. júlí 2012

Lausamunir í landi Strandabyggðar

Fjarlægja á alla lausamuni úr landi Strandabyggðar í Skeljavík/Réttarvík og á öðrum opnum svæðum í eigu Strandabyggðar. Töluverðir lausamunir eru á lóðum sveitarfélagsins uppi á Skeiði sem eigendur eru hvattir til að fjarlægja. Íbúum er bent á gámasvæði í Skothúsvík og geymslusvæði í landi Víðidalsár fyrir þá sem eiga gáma eða vantar geymslu undir tæki og tól og aðra geymslumuni. Hafist verður handa við hreinsunina eftir 1. júní 2012 og eru eigendur lausamuna á fyrrgreindum svæðum hvattir til að fjarlægja þá hið fyrsta.


Númerslausir bílar

Eigendur númerslausra bíla eru eindregið hvattir til að fjarlægja þá sem allra fyrst en hafist verður handa í samráði við Heilbrigiðseftirlit Vestfjarða að fjarlægja númerslausa bíla úr sveitarfélaginu eftir 15. júní 2012. 

Fjöldi íbúa á Ströndum hafa verið öflugir undanfarin ár við að fegra okkar fallega umhverfi og góð þátttaka var í umhverfisdögum árið 2011. Eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki í ár. Fátt er notalegra en að njóta fegurðarinnar á Ströndum í snyrtilegu umhverfi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón