A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hörmungardögum lokiđ

| 18. febrúar 2014
Þá er fyrstu Hörmungardögum í Strandabyggð formlega lokið. Hátíðin gekk þrátt fyrir allar hrakspár og ömurð einstaklega vel fyrir sig. Úr takti við allt var veðrið með besta móti og mætingin var framúrskarandi. Fullt var út úr dyrum á marga viðburði, enda margir gestir á svæðinu og var mætingin eingöngu vonbrigði á kvörtunarþjónustu sveitarstjórnarinnar.

Heilt á litið var hátíðin skelfileg fram úr hófi. Vakin var athygli á erfiðleikum annarra, tækifæri gáfust til að þakka fyrir okkar góða líf og möguleikinn til að hlæja af svokölluðum fyrsta heims vandamálum var fyrir hendi.

Meðfylgjandi er sigurljóð keppninnar um versta ljóð í heimi sem fór fram á Kaffi Galdri undir stjórn Angelu Rawlings.

Hvað gæti gerst?

Þetta ljóð er svo hræðilegt að það rímar ekki.
Þegar ég heyri það fer ég í búðina.
Þetta ljóð er svo lélegt að það er gáta.

Þegar að ég heyri það fer ég næstum að hoppa.
Þetta ljóð er svo slæmt að mig langar að æla.
Það passar ekki, það er alger kúkur.

höf. Sigfús Snævar Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón