A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjuhlaupiđ 2012 frá Trékyllisvík til Hólmavíkur

| 30. ágúst 2011
Hlaupiđ til hamingjunnar!
Hlaupiđ til hamingjunnar!
Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar Hamingjudagar eru annars vegar, en fyrsti dagskrárliður fyrir árið 2012 hefur þegar verið negldur niður. Það er Hamingjuhlaupið margfræga sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári, enda geta allir tekið þátt og hlaupið í takt við eigin getu. Að sögn Stefáns Gíslasonar, skipuleggjanda og upphafsmanns hlaupsins, mun hlaupið 2012 hefjast við Minja- og handverkshúsið Kört við Árnes í Trékyllisvík, öðrum þræði til heiðurs sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttur, sem er eins og margir vita frá Árnesi. Hlaupið í heild sinni er um 53 km og gæti tekið rúmar 7 klukkustundir að sögn Stefáns.  

Þeir sem ekki treysta sér í jafn langt hlaup og þetta geta vitaskuld byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu. Stefán hefur sett upp fyrstu drög að tímatöflu hlaupsins, en nákvæmari tafla verður gefin út þegar nær dregur hlaupi:  

1. Lagt upp frá Árnesi 2 (Kört)
2. Naustvíkurskörð frá Árnesi í Reykjarfjörð, um 5 km. (Gæti tekið um 50 mín)
3. Eftir veginum inn Reykjarfjörð að Djúpavík, um 10,5 km. (Gæti tekið allt að 1:10 klst)
4. Trékyllisheiði frá Djúpavík að Bólstað í Steingrímsfirði, um 21,5 km. (Gæti tekið um 3:30 klst)
5. Frá Bólstað til Hólmavíkur, um 16 km. (Gæti tekið um 1:40 klst)

Nú er bara að taka fram hlaupaskóna og æfa stíft!
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón