A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjan í hávegum höfđ

| 21. júní 2012
Arnar Snćberg Jónsson, tómstundafulltrúi í Strandabyggđ
Arnar Snćberg Jónsson, tómstundafulltrúi í Strandabyggđ
Nú styttist í áttundu Hamingjudagana okkar. Á mælikvarða stærstu bæjarhátíðanna eru Hamingjudagar eflaust í smærri kantinum. Fáar hátíðir eru hins vegar með jafn stórt hjarta. Þar gefst frábært tækifæri til að berja landsþekkta listamenn augum í bland við hæfileikaríka heimamenn á öllum aldri sem alltaf eru tilbúnir til að sýna hæfileika sína, listfengi og kraft, hvort sem er í tónlistarflutningi, hnallþórubakstri, listsýningum eða skreytingum í hverfinu sínu.


Hamingjudagar eru líka kjörið tækifæri til að hitta gamla félaga, brottflutta Hólmvíkinga og Strandamenn sem heimsækja Hólmavík í þeim tilgangi að brosa, gleðjast og jafnvel fíflast aðeins á Furðuleikum í Sævangi. Tækifæri til að skreyta sveitarfélagið okkar, hlúa að því og rækta okkur sjálf í leiðinni. Tækifæri til að eyða gefandi tíma með fjölskyldunni í fjölbreyttri afþreyingu. Ég hvet ykkur til að skoða dagskrána á vef hátíðarinnar, hamingjudagar.is. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Að lokum vil ég gera lokaorð hamingjusamþykktar Strandabyggðar að mínum: 


"Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi. Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum."


Verið öll hjartanlega velkomin á Hamingjudaga! 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón