A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Grunnskólinn á Hólmavík býđur Finnbogastađaskóla í skólaheimsókn

| 14. mars 2011
Ţórey Ingvarsdóttir, Ásta Ţorbjörg Ingólfsdóttir og Kári Ingvarsson í heimsókn á skrifstofu Strandabyggđar í haust. Mynd: IV
Ţórey Ingvarsdóttir, Ásta Ţorbjörg Ingólfsdóttir og Kári Ingvarsson í heimsókn á skrifstofu Strandabyggđar í haust. Mynd: IV

Grunnskólinn á Hólmavík býður nemendum og starfsfólki Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi í skólaheimsókn þessa viku. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir nemendur en skólinn er einn minnsti skóli landsins. Nemendurnir, Þórey Ingvarsdóttir í 1. bekk, Kári Ingvarsson í 4. bekk, Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir í 5. bekk og Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í 8. bekk, munu sitja kennslustundir með nemendum hér á Hólmavík og fara á dansnámskeið Jóns Péturs í Félagsheimilinu. Opnað var norður í Árneshrepp í gær og kom hópurinn í kjölfar moksturstækjanna til Hólmavíkur. Heimsóknin er frábært tækifæri fyrir nemendur bæði í Strandabyggð og Árneshreppi til að kynnast hvert öðru og ólíkum aðstæðum, auk þess sem samskipti milli grunnskóla er mikilvægur liður í  þróun skólastarfs.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón