A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík auglýsir 100% starf skólabílstjóra

Salbjörg Engilbertsdóttir | 23. september 2014

Um er að ræða akstur í suður  frá skóla. Vinnutími er frá 06:30 -15:30 en auk aksturs sér bílstjóri um almennt viðhald, þrif og aðföng. Leitað er eftir einstaklingi með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur þurfa að hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau réttindi sem sérstaklega eru ætluð bílstjórum fólksflutningabíla. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en í síðasta lagi 1. nóvember

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Samflots.

 

Umsóknarfrestur er til 1. október 2014.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri í síma 451 3129, netfang skolastjori@strandabyggd.is eða í skólanum.

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík.

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 70 nemendum í 1.–10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og er áhersla lögð á umhverfismennt og útinám. Við skólann starfar um 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

Í Strandabyggð búa tæplega 520 manns þar af 380 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og náttúrufegurð mikil. Hólmavík er í einungis 233 km fjarlægð frá Reykjavík, sem er um 3 tíma akstur.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón