A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Góður fundur með hreppsnefnd Reykhólahrepps.

| 19. apríl 2010
Þriðjudaginn 13. apríl 2010 hittust hreppsnefnd Reykhólahrepps og sveitarstjórn Strandabyggðar ásamt sveitarstjórum saman til að ræða þau tækifæri sem skapast hafa vegna bættra samgangna milli sveitarfélaganna.  Að fundi loknum var snæddur kvöldverður á Café Riis og svo haldið áfram að spjalla um þau verkefni sem framundan eru og hægt er að vinna saman í.  Var farið yfir flest alla málaflokka s.s. sorpmál, skólaakstur, undirbúning framhaldsdeildar, fjallskil, fráveitumál og fleira sem og hugsanlegar horfur í sameiningarmálum.  Var fundurinn afar góður og upplýsandi og menn sammála um að halda áfram viðræðum og bjóða Dalamönnum að taka þátt í þessum viðræðum.  Þegar hefur verið ákveðið að athuga hvort fýsilegt sé fyrir Reykhólamenn að ganga til samninga við Sorpsamlag Strandasýslu um hreinsun og urðun sorps og stjórnarmönnum Sorpsamlagsins falið að skoða þau mál frekar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón