A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrri hópur Vinnuskólans lýkur störfum í dag

| 06. júlí 2012
Vinnuskólinn á námskeiđi - ljósm. ASJ
Vinnuskólinn á námskeiđi - ljósm. ASJ
« 1 af 2 »
Í dag lýkur fyrra vinnutímabili hjá Vinnuskóla Strandabyggðar, en það hefur nú staðið yfir í fimm vikur. Um fimmtán hressir krakkar hafa verið við störf á þessum tíma og hafa lagt mikla og góða vinnu í fegrun Hólmavíkur. Í tilefni starfslokanna er að sjálfsögðu mikið fjör hjá hópnum í dag, ratleikur um Hólmavík, vatnsbað frá slökkviliðinu og pizza á Café Riis. Í gær var hópurinn í alvarlegri hugleiðingum á skyndihjálparnámskeiði í Hnyðju hjá Gunnari S. Jónssyni sjúkraflutningsmanni.

Strandabyggð þakkar þessum góðu starfsmönnum kærlega fyrir vel unnin störf og býður næsta vinnuhóp velkominn til starfa í næstu viku.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón