A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frí námsgögn í Grunnskóla Hólmavíkur

| 18. ágúst 2017
Grunnskólinn á Hólmavík. 

Mynd: Jón Jónsson
Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: Jón Jónsson

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær, fimmtudaginn 17. ágúst var samþykkt að námsgögn við Grunnskólann á Hólmavík verði nemendum að kostnaðarlausu.

 

Á fundi fræðslunefndar Strandabyggðar sem fram fór þriðjudaginn 15. ágúst var gerð eftirfarandi bókin: Tvö síðustu ár hefur verið leitað eftir hagstæðum tilboðum í námsgögn og foreldrar borgað allt að 2500kr. á nemanda. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa boðið nemendum upp á námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið bjóði slíkt hið sama.

Sveitarstjórn tók heilshugar undir bókun Fræðslunefndar og verða námsgögn við skólann frí frá og með haustinu 2017.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón