A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Forskráning hafin í dreifnám á Hólmavík

| 04. apríl 2013
Í haust gefst íbúum í Strandabyggð tækifæri í fyrsta sinn til að stunda framhaldsnám í dagskóla heima í héraði, en þá tekur til starfa framhaldsdeild á Hólmavík á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Forskráning í námið stendur yfir til 12. apríl nk, en hægt er að skrá sig á þessari síðu. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um dreifnámið geta kíkt á heimasíðu FNV og haft samband við skólann. Þeir sem taka ákvörðun um að setjast á skólabekk á Hólmavík í haust munu móta starf framhaldsdeildarinnar til frambúðar.

Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlega mikilvægt það er að sem flestir skrái sig til náms og njóti þess að vera í heimabyggð fyrstu árin í framhaldsskóla. Rétt er að minna á að dreifnámið verður í boði fyrir fólk á öllum aldri - enginn er of gamall til að hefja fullt nám eða taka nokkra áfanga í framhaldsskóla. Við hvetjum alla íbúa Strandabyggðar til að skoða þennan möguleika vel og taka slaginn í haust! Með því að smella hér má sjá yfirlit yfir þá áfanga sem verða í boði á Hólmavík í haust.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón