A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjórðungsþing Vestfirðinga stendur nú yfir

| 02. september 2011
56. þing Fjórðungssambands Vestfirðinga stendur nú yfir í nýuppgerðu félagsheimili Bolvíkinga. Á þinginu er m.a. fjallað um endurskoðun á stoðkerfi atvinnu- og byggðarþróunar á Vestfjörðum og forgangsraðað hvaða verkefni verða valin í sóknaráætlun landshluta. 

Til stoðkerfis atvinnu- og byggðarþróunar á Vestfjörðum teljast Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða, Markaðsstofa Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Grunnur að endurskoðun á stoðkerfinu var lagður á fundi framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vestfjörðum og stjórna og starfsfólks stoðkerfisins sem haldinn var á Hólmavík í mars s.l. Eftirtaldir aðilar eru formenn stjórna:

Ómar Már Jónsson formaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
Arna Lára Jónsdóttir formaður stjórnar Vaxtarsamnings Vestfjarða
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða
Leifur Ragnar Jónsson formaður stjórnar Menningarráðs Vestfjarða
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var að ljúka ávarpi sínu rétt í þessu en auk hans sitja þingmennirnar Ólína Þorvarðardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Ábjörn Óttarsson og Ásmundur Daði Einarsson Fjórðungsþingið. Á morgun, laugardaginn 3. september, munu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flytja ávörp. Jón Gísli Jónsson oddviti, Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri sækja þingið fyrir hönd Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón