A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjallskilaseđill 2023

Ţorgeir Pálsson | 24. ágúst 2023
Fjallskilaseðill 2023 er tilbúinn og má finna hann hér.

Hann hefur verið í vinnslu síðan í vor þegar frumdrög að dagsetningum voru lögð fyrir bændur á samráðsfundi í vor.   Atvinnu,- dreifbýlis- og hafnarnefnd fjallaði einnig um seðilinn.  Var það mál manna að rétt væri að einfalda ferlið og fá leitarstjóra og bændur almennt meira að frágangi seðilsins.  Lokadrög voru lögð fyrir bændur í byrjun júlí og bárust tvær ábendingar í kjölfar þess.  Hér er um endanlegt eintak að ræða.

Við óskum bændum og öllum hlutaðeigandi góðs gengis í komandi leitum.

kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón