A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Eldað fyrir Ísland - Rauði krossin opnar fjöldahjálparstöð og býður í mat

| 16. október 2014
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða.
Rauða krossinn í Strandasýslu opnar fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu frá kl. 11 til 14 sunnudaginn 19. október.  
Fjöldahjálparstöðvar hafa það hlutverk að bjóða þolendum hamfara og annarra alvarlega atburða öruggt skjól, mat, hvíldaraðstöðu, sálrænan stuðning, ráðgjöf og upplýsingar.
Klúbbur matreiðslumeistara leggur Rauða krossinum lið á landsæfingunni með því að reiða fram þjóðarréttinn, íslenska kjötsúpu.
Það er tilvalið fyrir fjölskyldur að sleppa við að elda sunnudagsmat í hádeginu og þyggja kjötsúpu í fjöldahjáparstöð Rauða krossins í Strandasýslu.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón