A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Covid 19 - staðan í Strandabyggð 24. nóv.

| 24. nóvember 2021
Skólastarf er hafið að nýju í Strandabyggð. Margir íbúar fóru í skimun í byrjun vikunnar og samkvæmt tölum frá lögreglunni á Vestfjörðum frá því í morgun eru nú samtals 10 í einangrun í Reykhólahreppi og í sveitarfélögunum á Ströndum.

Sveitarfélagið Strandabyggð vill hvetja fólk til að fara að öllu með gát og sinna persónulegum sóttvörnum af kostgæfni. Jafnframt er mikilvægt að við höldum ró okkar og ræðum við yngri kynslóðina og útskýrum málin. Helstu ráðin til íbúa eru að muna eftir handþvotti, nota spritt til sótthreinsunar og halda fjarlægð við aðra. Notum grímu þar sem ekki er hægt að virða nándarmörk. Pössum að þrífa algenga snertifleti og ef við þurfum að hósta, gerum það í olnbogabót eða einnota klút.

Ef fólk finnur fyrir einkennum eða hefur grun um smit, er mjög mikilvægt að hringja eða hafa samband við heilsugæsluna, en ekki mæta á heilsugæslustöðina. Hægt er að hafa samband við heilsugæsluna á Hólmavík (sími: 432-1400), Læknavaktina (sími: 1700) eða á netspjalli Heilsuveru, og er fólk hvatt til að gera það ef það finnur fyrir einkennum, jafnvel þó viðkomandi sé bólusettur. Einkenni geta verið: Hósti, hiti, hálssærindi, kvefeinkenni, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, kviðverkir, niðurgangur, uppköst, skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni, höfuðverkur. Örvunarbólusetning er að hefjast hjá heilsugæslunni á Hólmavík og þarf að hringja og panta tíma í hana. 

Upplýsingasíða Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er á slóðinni: www.covid.is Þar má m.a. finna gagnlegar upplýsingar um sýnatöku, sóttkví, smitgát, einangrun, einkenni og almenna líðan

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón