A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Covid - 19 réttir og fyrirkomulag ţeirra

| 01. september 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Covid-19 hefur verið hluti af okkar daglega lífi undanfarna mánuði og verður áfram.  Við tileikum okkar einstaklingssóttvarnir hvert og eitt, en tökum líka þátt í sameiginlegum vörum og tilmælum stjórnvalda. 

 

Nú eru framundan leitir og réttir og hefur Covid -19 talsverð áhrif á framkvæmd þeirra.  Eins og nú horfir, verður því miður ekki hægt að leyfa almenningi aðgang að réttarsvæðunum í ár.  Aðeins þeir sem koma að leitum og aðstoða við réttir fá aðgang að réttarsvæðinu.  Gæsla og fjöldatalning verður við hverja rétt og geta aðeins 100 manns verið á svæðinu á hverjum tíma.  Ógerningur er skilgreina þann hóp umfram leitar- og réttarfólk.  Gestir verða því að bíða til næsta árs.  Mikilvægt er að íbúar virði þessar reglur.

Ef tilslakanir stjórnvalda verða auknar áður en réttir hefjast, munum við að sjálfsögðu tileinka okkur þær nýju reglur.  En, þangað til gilda þær reglur sem hér eru kynntar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón