A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggđakvóti fiskveiđiáriđ 2011/2012

| 05. janúar 2012
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað 132 þorskígildistonn í byggðakvóta til Hólmavíkur fiskveiðiárið 2011/2012, sjá hér. Er það hækkun um 32  þorskígildistonn frá fyrri árum sem er ein af breytingum í reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga. Meðal annarra breytinga má nefna að ákveðið hefur verið að halda eftir 6% af heildarmagni byggðakvótans til þess að mæta hugsanlegum leiðréttingum m.a. vegna einstakra kærumála og er ráðgert að úthlutun til skipa þurfi ekki að stöðva þótt kæra berist frá útgerðaraðila í viðkomandi byggðarlagi. Fiskistofa annast úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.

Reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið. Megintilgangur þeirra er að tryggja að fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðarlögum, og landað hafa afla þar, fái hluta í byggðakvótanum sem landað er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi. Frá þessum almennu reglum er heimilt að víkja samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna.

Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horfa til þeirrar mögulegu verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta, þegar reglur um ráðstöfun byggðakvótans verða mótaðar og minnir á að megintilgangur byggðakvótans er að stuðla að aukinni atvinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi og hafa í huga kosti dagróðrabáta í því skyni.

Ráðuneytið vekur sérstaka athygli á að óski sveitarstjórnir á grundvelli rökstuddra málefnalegra staðbundinna ástæðna eftir undaþágu frá ákvæði í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða um löndun á tvöföldu aflamarki til vinnslu í byggðarlaginu, mun ráðuneytið leitast við að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Hvað varðar skyldu til vinnslu á byggðakvóta í byggðarlagi, leggur ráðuneytið áherslu á að sé ekki til staðar bolfiskvinnsla í byggðarlaginu, þá verði miðað við að aflinn verði unninn innan viðkomandi sveitarfélags, eða í nágrannabyggðarlögum, sé ekki fyrir hendi bolfiskvinnsla í sveitarfélaginu.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón