A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Búið að opna tjaldsvæðið á Hólmavík: Velkomin!

| 11. maí 2011

10. maí 2011 var tjaldsvæðið á Hólmavík opnað fyrir sumargesti. Á Hólmavík er kjörið að staldra við og njóta lífsins í fallegu umhverfi. Hér er boðið upp á margskonar afþreyingu og þjónustu. Má þar nefna Galdrasafnið, Sauðfjársetrið, golfvöll í Skeljavík, hestaleiguna Strandahesta, hestaferðir Svaðilfara, Sundlaug Hólmavíkur, Ferðaþjónustuna Kirkjubóli, Finna-Hótel, gistiheimilið Steinhúsið, farfuglaheimilið Broddanesi, bændagistingin Snartartungu, veitingastaðinn Café Riis, Hólmakaffi, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og margt fleira.

Einnig er tilvalið að heimsækja Hólmavík á leiðinni á Vestfirðina þar sem bærinn er vandlega staðsettur. Héðan liggja leiðir til allra átta! Sveitarfélagið Strandabyggð býður alla ferðalanga velkomna á Strandirnar í sumar og óskar ferðamönnum, ferðaþjónum og Strandamönnum öllum gleðilegs ferðasumars!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón