A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bólusetningar föstudaginn 13. ágúst í Búđardal

| 12. ágúst 2021
Tilkynning frá Heilsugæslu Vesturlands: 

Bólusetningar!

Föstudaginn 13. ágúst verður í boði að fá bólusetningu með bóluefni frá Pfizer fyrir eftirfarandi hópa:
 Seinni bólusetning hjá þeim sem hafa fengið fyrri skammt af Pfizer.
 Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Janssen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan pfizer örvunarskammt.

Það hafa verið send út boð fyrir þessa hópa til þeirra sem áður hafa fengið bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík. Fólk er vinsamlegast beðið um að mæta á þeim tíma sem boðið segir til um.

Milli kl. 12:00 og 13:00 er óbólusett fólk velkomið og einnig börn á starfssvæði HVE Búðardals og HVE Hólmavíkur sem fædd eru á árunum 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru 13. ágúst eða fyrr á árinu 2009. Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni. Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send út vegna barna.

Bólusetning fer fram í sjúkrabílaskýlinu við Heilsugæslustöðina í Búðardal og viljum við minna á grímuskyldu á bólusetningarstað og að allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning hefur verið gefin.

Vegna frekari upplýsinga má hafa samband í síma 432 1450 hjá HVE Búðardal.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón