A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Berum höfuđiđ hátt!

Ţorgeir Pálsson | 18. apríl 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið hafið kannski og vonandi tekið eftir, blaktir nú fáni sveitarfélagsins við hún við skrifstofuna að Hafnarbraut 25. Fáninn sýnir merkið okkar. Merkið var samþykkt af sveitarstjórn Strandabyggðar árið 2006 eftir hugmyndasamkeppni.  Vinningshafinn var Ásta Þórisdóttir, nú skólastjóri Grunnskólans á Drangsnesi. 

Um merkið segir höfundur m.a.:  "Við hönnun á þessu merki var leitast við að ná fram eftirfarandi atriðum. Að merkið væri einfalt og stílhreint.  Að það minnti á ströndina og hafið og að það hefði tenginu við sagnaarf Stranda. Hugmyndin að baki þessu merki er að nota bókstafinn "S" úr Fúþark rúnaletrinu. S-ið er upphafsstafur sveitarfélagsins og myndar beina tengingu við nafnið. Rúnir og galdrastafir eru hluti af sagnaarfi Strandamanna og er í takt við menningu svæðisins fyrr og nú".   

Um merkið segir einnig:  "Í merkinu má sjá stafinn (S) standa eins og klett í hafinu sem ekki verður hnikað,  þó á honum brjóti brim. Klettar og brim eru stór hluti af ímynd Stranda og tenging við atvinnusöguna sem er að miklu leiti strandmenning með sínum sjávarnyjum.  Einnig má sjá stafinn í hafinu fyrir sér sem stafn á skipi, sem gæti verið myndgerfing fyrir sveitarfélaga sem siglir í gegnum ólgusjó, traust og fullt fyrirheita."

Allt á þetta vel við enn.  Það blæs á móti eins og er, en það hefur gerst áður.  Íbúar í Strandabyggð eru ekki þekktir fyrir annað en að bjarga sér, takast á við það sem kemur í fangið.  Þannig er það líka núna.

Við skulum vera stollt af merkinu okkar og merkingu þess. Við skulum líka vera stolt af Strandabyggð.  Hér er þrátt fyrir allt, einstaklega gott að búa og hér ætlum við að halda áfram að byggja gott samfélag fyrir framtíðina.  

Áfram Strandabyggð!

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón