A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bćkur, Strandir og Strandamenn - ekki missa af áhugaverđu kvöldi

| 28. desember 2011
Miðvikudaginn 28. desember kl. 20:00 stendur Héraðsbókasafn Strandasýslu fyrir skemmtikvöldi um bækur, Strandir og Strandamenn í Félagsheimilinu á Hólmavíki. Athyglinni verður beint að bókum um og eftir Strandamenn með sérstakri áherslu á persónulegar heimildir. Meðal annars verður sagt frá dagbókum bræðranna frá Tind í Miðdal og bókum Guðbjargar Jónsdóttur á Broddanesi.

Þá er einnig upplestur úr dagbókum og sögum, söngatriði og ljóð eftir Strandamenn á dagskránni. Kaffi og konfekt, kakó og piparkökur á boðstólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bókahátíðin er styrkt af Sparisjóði Strandamanna, Menningarsjóði Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Menningarráði Vestfjarða.

Nú um áramótin lætur Ester Sigfúsdóttir af störfum við bókasafnið eftir 10 ára starf. Kristín S. Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun taka við. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Ester bestu þakkir og býður Kristínu velkomna til starfa.
 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón