A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auka álag á útsvar, án áhrifa fyrir íbúa

Ţorgeir Pálsson | 30. desember 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á aukafundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær, 29.12.22 var samþykkt að leggja 0,22% álag á útsvarsprósentuna, sem var fyrir 14,95%.  Útsvarsprósentan er þetta há, þar sem sveitarfélagið hefur glímt við fjárhagsvanda undanfarin ár og hefur fengið heimild innviðaráðherra til að hafa þetta háa prósentu árið 2023, til að auka tekjur sveitarfélagsins.

Ástæða þess að 0,22% eru lögð á útsvarið, er sú staða sem ríkir á landinu varðandi þjónustu við fatlað fólk, en þar skortir verulega á að fjármagn sé tryggt til að inna af hendi nauðsynlega þjónustu.  Á landsvísu skortir á annan tug milljarða til að endar nái saman í þessum málaflokki.  Nú hefur náðst samkomulag milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að mæta þessum vanda að einhverju leyti og er það gert með því að sveitarfélögin leggja 0,22% á útsvarið, sem fyrr segir, og renna þær tekjur til Jöfnunarsjóðs, sem síðan úthlutar framlögum til sveitarfélaga á landinu.  Ríkið mun samhliða þessu lækka tekjuskatt um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.  Þessi ákvörðun felur því ekki í sér auknar álögur á íbúa.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón