A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing um samţykkt Svćđisskipulags Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030

| 23. apríl 2018

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 26. mars 2018 tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaganna á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og á grunni þess sett fram stefna í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefna sem styður við hana.

 

Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar frá 26. janúar til 12. mars 2018. Þrjár athugasemdir bárust og voru gerðar minniháttar lagfæringar á tillögunni vegna þeirra. Nefndin sendi sveitarstjórnunum þremur tillögu sína að svæðisskipulagi þannig breytta, ásamt athugasemdum og umsögn sinni um þær. Tillagan var samþykkt af sveitarstjórnum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar á fundum þeirra í apríl 2018. Nefndin hefur afgreitt svæðisskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og svarað athugasemdum sem bárust. Svæðisskipulagið öðlast gildi þegar afgreiðslu Skipulagsstofnunar lýkur og tillagan hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda. Tillöguna ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar, þar sem athugasemdir voru afgreiddar, má skoða á vefnum samtakamattur.is.

 

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón