A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auđbók lögđ af stađ

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 02. október 2014
Eins og flestir vita mun fara fram Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð 17.-23. nóvember næstkomandi. Hugmyndina að viðburðinum eiga ungmennin Bára Örk Melsted, Ísak Leví Þrastarson og Sunneva Guðrún Þórðardóttir en tillagan hlaut fyrstu verðlaun í verkefninu Landsbyggðarvinir sem Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í síðastliðinn vetur. Nú ætla þau að gera hugmyndina að veruleika.

Þáttur í hugmyndinni og komandi hátíð er Auðbókin. Auðbókin mun ferðast á milli sköpunarglaðra íbúa Strandabyggðar frá 1. október til 17. nóvember. Í bókina verður skrifuð samfelld saga eða frásögn allra áhugasamra. Í Auðbókina má teikna, yrkja eða skrifa, hafa langt mál eða stutt, koma fram undir nafni eða njóta nafnleyndar, handskrifa eða líma inn tölvuskrifaðan texta. Lykilatriðið er að bókin dvelji í hámark þrjá sólarhringa hjá hverjum höfundi hennar og að viðkomandi komi henni síðan áfram til næsta höfundar.

Ef þú hefur áhuga á að eiga framlag í bókinni er mælt með skráningu á viðburð Auðbókar á Facebook.

Smelltu einnig like á Facebook síðu Bókmennta- og ljóðavikunnar til að fylgjast með framgangi mála.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Mars 2019 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón