A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

| 11. febrúar 2011
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson
Sveitarfélagið Strandabyggð hefur sent Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bréf þar sem tekið er undir áskorun hagsmunaaðila í Steingrímsfirði um að bætt verði við ýsukvótann og liðkað fyrir framsali hið fyrsta.

Við Steingrímsfjörð starfa ríflega 20 útgerðir, tvö fyrirtæki í vinnslu á bolfiski og Fiskmarkaður. Um er að ræða útgerðir og fyrirtæki sem hafa á sínum snærum 1 - 10 launþega. Á landsmælikvarða má telja þetta tiltölulega lítil umsvif en sú staðreynd að ekki er hægt að róa vegna skorts á ýsukvóta er samfélögunum við Steingrímsfjörð þungbær.

Í bréfi frá hagsmunaaðilum kemur fram að mikil ýsugengd hafi verið í Húnaflóa undanfarin ár, nokkuð sem ekki þekktist á viðmiðunarárum kvótans.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón