A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ánćgja međ ţingmannafund á Hólmavík

| 28. október 2011
Frétt af www.bb.is:

Heilbrigðis- og samgöngumál voru efst á baugi á árlegum fundi sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum og þingmanna kjördæmisins sem haldinn var á Hólmavík í gær. Albertína F. Elíasdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að mikil ánægja sé með fundinn af hálfu sveitarstjórnarmanna. Hún segir að fjárlög næsta árs hafi verið ofarlega á baugi, en mikill niðurskurður er framundan í heilbrigðismálum og sér Heilbrigðisstofnun Vestfjarða m.a. fram á að þurfi skera niður u m 30,3 milljónir króna. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af heilbrigðismálunum og ræddum þau ítarlega við Guðbjart Hannesson, heilbrigðisráðherra, þingmann Norðvesturkjördæmis. Það er ákveðin stefnumótunarvinna í gangi í ráðuneytinu og vonandi skilar það einhverju," segir Albertína.

„Farið var yfir fleiri þætti í fjárlögunum sem tengjast Vestfjörðum. Til dæmis bentum við á að það eru nokkur verkefni hér á Vestfjörðum sem eru að stranda inni í fjárlögum á 10 milljónum króna, eins og Háskólasetrið, Þjóðfræðistofa og náttúrstofurnar, en þessar stofnanir hafa verið gera ótrúlega hluti fyrir samfélögin hér fyrir vestan," sagði Albertína. Byggðamálin voru einnig rædd, en það er mat sveitarstjórnarmanna að skortur sé á heildstæðri byggðastefnu. Farið var yfir ákveðna atvinnulífsgreiningu sem Atvinnuþróunarfélagið og Fjórðungssambandið hafa látið vinna. „Við fórum líka yfir íbúaþróunina en við erum auðvitað áhyggjufull yfir aukinni fólksfækkun á Vestfjörðum á síðustu misserum," sagði Albertína.

Samgöngumálin voru líka í brennidepli og voru flestir þingmenn á því að styðja kröfu sveitarstjórnarmanna um láglendisveg á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá bentu sveitarstjórnarmenn á alvarlega stöðu í samgöngumálum í Árneshreppi þar sem bæði flugvöllurinn og vegurinn er mjög illa farinn og vegurinn lokaður meira eða minna yfir vetrarmánuðina, en vegurinn er ekki inni á vegaáætlun. „Það er algerlega óviðunandi að samfélag, þótt að það sé lítið, hafi ekki heilsárssamgöngur," sagði Albertína.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón