A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ályktun frá stjórn foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur

| 18. nóvember 2021

Stjórn foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur hefur óskað eftir því að ályktun þeirra sem tekin var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar verði birt á vef sveitarfélagsins. Hún er svohljóðandi:

"Ályktun stjórnar foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur.

Stjórn foreldrafélagsins lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sveitarstjórnar að skera niður tónlistarkennslu í grunn- og leikskóla Hólmavíkur. Þessi niðurskurður bitnar ekki hvað síst á yngstu nemendum skólans, á mikilvægustu mótunarárunum, þegar kemur að tónlistarkennslu og mörg hver búin að læra á hljóðfæri hátt í 4 ár. Stjórnin hefur skilning á því ástandi sem nú ríkir og að hagræðingar séu nauðsynlegar, en þessar aðgerðir bitna eingöngu á börnunum. Stjórninni finnst það miður að byrja þurfi niðurskurð á þessu sviði á meðan annar niðurskurður er ekki sýnilegur íbúum. Öflugt tómstundalíf er ein aðalforsenda þess að laða að fjölskyldur með börn og þessi ákvörðun sveitarstjórnar vinnur þvert gegn því markmiði.


Strandabyggð hefur í áraraðir getað státað sig af fjölbreyttu tónlistarlífi. Í ljósi þess hvetur stjórn foreldrafélagsins sveitarstjórn til að kynna sér mikilvægi tónlistarnáms, mikilvægi þess í samfélaginu og sem aðdráttarafl fyrir nýja íbúa. Strandabyggð má ekki við frekari brottfluttningi fólks af svæðinu vegna skorts á tónlistarnámi, sem í dag er gjarnan talið með grundvallar lífsgæðum.

 

Samþykkt á stjórnarfundi foreldrafélagsins mánudaginn 1. nóvember 2021."


Í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 9. nóvember var eftirfarandi bókað um erindið: 


"Lögð er fram ályktun dags. 1. nóvember frá stjórn sameinaðs foreldrafélags leik- og grunnskóla. Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Umfang tónlistarskólans er minna eftir hagræðingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í, en áfram er stefnt að öflugri starfsemi skólans. Eftir breytingarnar er boðið upp á gjaldfrjálsa hóptíma fyrir þrjá yngstu bekkina, ásamt elsta árgang í leikskóla. Hins vegar verða ekki í boði einkatímar fyrir börn í yngstu bekkjum grunnskólans."

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón