A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Álagning fasteignagjalda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. febrúar 2018


Álagning fasteignagjalda í Strandabyggð 2018

Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum skrifstofu Strandabyggðar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu.

Birting álagningar, gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Sú nýbreytni var tekin upp við álagningu og innheimtu fasteignagjalda á síðasta ári að álagningarseðill og greiðsluseðlar voru ekki sendir út á pappír. Álagningarseðill er birtur rafrænt inn á www.island.is (undir pósthólf). Greiðsluseðlar verða birtir í heimabönkum líkt og undanfarin ár en greiðandi getur óskað sérstaklega eftir því á skrifstofu Strandabyggðar að fá greiðsluseðla senda, telji hann þörf á því. Gjalddagar eru 8 talsins og er fyrsti gjalddaginn 1. mars  en sá síðasti þann 1. október.  Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 35.000 er gjalddagi þeirra 1. apríl. Á hverjum greiðsluseðli verður greiðsla á aðeins einum gjalddaga, þannig að eldri seðlar halda gildi sínu. Hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga sem er síðasti virkur dagur hvers mánaðar, greiðast dráttarvextir frá gjalddaga.

Sveitastjórn Strandabyggðar ákvað við álagningu fasteignagjalda árið 2018 að álagningarprósenta fasteignagjalda verði óbreytt.  Á það sama við um vatnsgjald, holræsagjald og lóðaleigu.   Sorpgjöld hækkar milli ára til að koma til móts við kostnað sveitarfélagsins Strandabyggðar vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Fasteignamat á sumarbústöðum og sumarbústaðalóðum hækkaði töluvert milli ára vegna nýs matsvæðis sumarbústaða, sjá frétt frá 2. júní 2017 frá Þjóðskrá www://skra.is.  Nánari upplýsingar gefur Þjóðskrá Íslands 515 5300.

 

Afslættir á fasteignagjöldum fyrir aldraða og öryrkja eru færðir inn sjálfvirkt og koma fram á álagningarseðli.

-          Fasteignaskattur A – gjald 0,5% af fasteignamati húss og lóðar

-          Fasteignaskattur B – gjald 1,32% af fasteignamati húss og lóðar

-          Fasteignaskattur C – gjald 1,51% af fasteignamati húss og lóðar

-          Lóðarleiga 2,5% af fasteignamati lóðar

-          Holræsagjald 0,25% af fasteignamati húss og lóðar

-          Vatnsskattur 0,30% af fasteignamati húss og lóðar þó ekki lægri en kr. 28.637,-og ekki hærri     en kr. 38.368,- eða sem nemur 0,5% af fasteignamati húss og lóðar

-          Hreinsunargjald rotþróa kr. 13.374,-

-          Sorphreinsunargjald á íbúðarhúsnæði í þéttbýli kr. 40.710,-

-          Sorphreinsunargjald í dreifbýli kr. 33.560,-

-          Sorphreinsunargjald sumarhúsa kr. 20.355,-

Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 451-3510 eða á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is

F.h. sveitarstjórnar Strandabyggðar
Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri

Til prentunar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón