A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ađkoma Strandabyggđar ađ áframhaldandi rekstri matvöruverslunar á Hólmavík

| 25. febrúar 2020

Þann 27. janúar síðastliðinn var haldinn aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar (fundur 1299). Það sem þar fór fram var trúnaðarmál og umræðuefnið fært í trúnaðarmálabók, eins og gert er í slíkum málum. Nú er orðið tímabært að greina frá innihaldi þessa fundar, en hann snérist um þann vanda sem þá steðjaði að Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Erfið fjárhagsstaða ógnaði rekstinum og í húfi voru störf heimamanna og sú hætta sem var á að á Hólmavík yrði ekki lengur rekin matvöruverslun.

 

Í dag, 25. febrúar 2020, var greint frá samkomulagi Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Samkaupa um rekstur matvöruverslunar á Hólmavík. Þannig hefur tekist að tryggja áframhaldandi störf og rekstur matvöruverslunar á staðnum.

 

Sveitarfélagið lagði sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi og samfelldan verslunarrekstur. Aðkoma sveitarfélagsins var með þeim hætti, að Strandabyggð keypti 19,2% hlut Sparisjóðs Strandamanna í fyrirtækinu Hornsteinum fasteignafélagi. Að auki keypti Strandabyggð 13% af eignarhlut Kaupfélagsins í Hornsteinum og lagði að auki inn 3 milljónir í nýtt hlutafé. Strandabyggð á nú samtals 44,16% hlut í Hornsteinum. Fasteignafélagið keypti síðan húseignir KSH að Höfðatúni 4 og nú hefur verið gerður langtíma leigusamningur við Samkaup um leigu á húsnæði fyrir matvöruverslun. Vínbúðin leigir einnig áfram aðstöðu í húsinu.

 

Til þess að fjármagna þessi kaup, seldi sveitarfélagið Sparisjóði Strandamanna húseignina Hafnarbraut 19, efri hæð, þar sem í dag er aðstaða dreifnámsins sem rekið er í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Jafnframt var gerður leigusamningur við Sparisjóðinn til að tryggja áfram húsnæði fyrir dreifnámið næstu misseri.

 

Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki á sig skuldbindingar sem þessar eða stígi með þessum hætti inn í rekstur fyrirtækja. Sveitarstjórn mat það svo í þessu tilviki að svo mikið væri í húfi fyrir starfsfólk KSH og íbúa á Ströndum að það réttlætti þessar aðgerðir.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón