A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ađgengi fyrir fatlađa - hvatning!

| 13. maí 2011
Með hækkandi sól á himni og batnandi veðri mun margt fólk vilja njóta útiveru og ganga eða hjóla. Það á ekkert síður við um fatlaða og þá sem eiga óhægt um vik vegna sjúkdóma en aðra. Ferðamönnum fjölgar sömuleiðis hér á svæðinu í sumar. Víða skortir á að bílastæði fyrir hreyfihamlaða séu merkt sérstaklega með skilti eða vegmerkingu. Enn fremur þarf að huga betur að aðgengismálum vegna fatlaðra. Félagsmálastjóri hvetur sveitarstjórnir og stjórnendur fyrirtækja og stofnana á svæðinu til að ráðast í úrbætur að þessu leyti og láta það verða hluta af vorverkunum að merkja bílastæði fyrir hreyfihamlaða þar sem það á við. Fatlaðir eiga að geta sótt þjónustu sem í boði er eins og aðrir. Það er þeirra réttur.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir,

félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón