A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráðsfundur 16.júní 2021

Fundur var haldinn í ungmennaráði Strandabyggðar miðvikudaginn 16. júní kl. 12:30
í Hnyðju og á Zoom.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Marinó Helgi Sigurðsson og Jóhanna RannveigJánsdóttir á Zoom og
Unnur Erna Viðarsdóttir, Valdimar Kolka Eiríksson og Þorsteinn Óli Viðarsson í Hnyðju.
Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Fundarseta ungmennaráðs
Mikilvægt er að fylgjast með tölvupóstinum vegna fundarboða en jafnframt er
tómstundafulltrúa falið að minna formenn nefnda og skrifstofu á að boða fulltrúa
ungmennaráðs og athuga greiðslur fyrir fundarsetu.

2. Fundur með sveitarstjórn
Ungmennaráð minnir á sameiginlegan fund ungmennaráðs og sveitarstjórnar sem á
að vera árlega.

3. Tillaga að forgangsröðun markmiða Sterkra Stranda
Forgangsröðun markmiða samþykkt
a. 1.2. Tryggja skipulagða móttöku nýbúa
Halda viðburði, partý, mót, kökur og bæjarhátíðir. Hafa fleira að gera og fjölbreyttari
viðburði allan ársins hring. Miðla þyrfti betur upplýsingum um það sem er í gangi á
fleiri en einu tungumáli, gefa fólki köku, para við stuðningsfjölskyldur og gefa gjafir
með upplifunum af svæðinu til nýbúa. Eins væri gott að auglýsa Hólmavík og hversu
gott er að búa hér. Ungmennaráð hefur áhuga að á að koma að vinnu við
móttökuáætlun.
b. 1.3 Verkefni sem búa í haginn fyrir ungt fólk kortlögð og stofnuð
Nenfdin telur markmiðið ekki vera nógu skýrt og óskar eftir nánari útskýringu.
c. 1.5 Háhraðanet / 5G á Hólmavík
Virkilega mikilvægt markmið sem ungmennaráð telur að þurfi að vera í forgangi hjá
sveitarstjórn enda fer stór hluti dagslegs lífs, tómstunda og starfa fram á netinu. Þó er
mikilvægt að athuga umhverfisáhrif sem sumir telja vera neikvæð.

4. Forvarnarstefna
Ungmennaráð vill benda verslunum á Hólmavík um að huga í auknum mæli að heilsu
íbúa, til dæmis með því að hafa nikótínpúða og orkudrykki ekki svona sýnilega.
Rætt um ýmis góð forvarnarverkefni sem ólíkir aðilar sinna í sveitarfélaginu og eins
fjallað um hugmyndir sem hægt væri að framkvæma.
Meðlimir ungmennaráðs telja mikilvægt að mótuð verði vönduð forvarnarstefna fyrir
alla aldurshópa samfélagsins og hvetur sveitarstjórn til að tryggja að svo verði.


5. Átaksverkefni
Ungmennaráð vill beita sér fyrir bættri aðstöðu til fótboltaiðkunnar. Bæði þarf að laga
völlinn á Grundum, slétta úr þúfum, gera línur á völlinn o.fl. Eins þarf að setja net eða
aðra hækkun á gervigrasvöllinn við grunnskólann.

6. Ungmennaskipti og umsókn í Erasmus+
Ungmennaráð stefnir að því að fara í ungmennaskipti á næsta ári og sækja um í
október. Óli frá Rannís kemur til að aðstoða við umsóknargerð á vinnudegi 4.
september sem jafnframt yrði ungmennaþing og þau sem hafa áhuga á að taka þátt í
ungmennaskiptum mæti þangað. Ungmennaráð vill bjóða ungmennum í
nágrannasveitarfélögum að taka þátt í þessari vinnu. Valdimar setur sig í samband við
Argy og kannar möguleikana á tengingum við Grikkland (einkum Santorini) en einnig
er áhugi á Rússlandi.

7. Sumarbörn í Strandabyggð
Ungmennaráð klappar fyrir fjölbreyttu og flottu starfi en óskar eftir enn fleiri
fótboltaæfingum og emira starfi í ágúst eftir að leikskólinn byrjar.

8. Hamingjudagar
Farið yfir dagskránna og ungmennaráð hvatt til að dreifa gleðinni og aðstoða við
kökuhlaðborð. Lagt er til að hafa söfnunarbauk fyrir neti á gervigrasvöllinn við
kökuhlaðborðið.

9. Næsta ungmennaþing
Vinna í Erasmus+ umsókn 4. september, ungmennum í nágrannasveitarfélögum
boðið. Stefnt að kosningum síðar um haustið.

10. Skipulag funda
Við mætum vel undirbúin á fundi, fylgjumst vel með tölvupóstum og látum vita af
forföllum með fyrirvara.
Við ætlum að hafa gaman að því að vinna mikilvæg verkefni, brjótum upp með leik og
vinnum í mesta lagi í tvo tíma í senn.

11. Önnur mál
a. 17. Júní. Rætt um dagskrá Geislans.
b. Málefni Tónskólans á Hólmavík verða rædd frekar á fundi ungmennaráðs og
sveitarstjórnar.

Fundi sitið kl. 14:25
Marinó Helgi Sigurðsson
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir
Valdimar Kolka Eiríksson
Þorsteinn Óli Viðarsson
Unnur Erna Viðarsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón