A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 6.desember 2018

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. desember, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Matthías Lýðsson og Angantýr Ernir Guðmundsson. Jóhanna G. Rósmundsdóttir og Júlíus F. Jónsson boðuðu forföll og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir mættu í þeirra stað. Angantýr Ernir gegnir einnig hlutverki áheyrnafulltrúa ungmennaráðs í þetta sinn.
Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi er í veikindaleyfi. Birna Karen Bjarkadóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar sat einnig fundinn. Esther Ösp ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Framkvæmdir við íþróttahús
2. Samfelldur dagur barnsins
3. Hlutverk flugstöðvar
4. Stefnumótunar skjal
5. Önnur mál


Þá var gengið til dagskrár.


1. Birna Karen kynnir framkvæmdir sem standa til. Verið er að setja stóra hurð á húsið til að auðvelda aðgegni að lagnakjallara. Kaupa á nýtt hlaupabretti í Flosaból. Bæta á myndavélakerfið og hugbúnað sem því tengist. Viðgerðir á pottum, barnalaug og sundlaug eru á dagskrá ásamt nýrri saunu. Eins á að bæta kalda karið, flota bakkann og vinna í lögnum. Áform eru um klefa fyrir fatlaða á næstu árum.


2. Samfelldur dagur barnsins. Farið yfir nýtt skipulag og kostir og gallar þess ræddir. Nefndin sammælist um að mikilvægt sé að starfið sé faglegt og innihaldsríkt og því þurfi að hafa markmið að leiðarljósi í skipulagi þess.


3. Hugmyndir um nýtingu Flugstöðvarhúss ræddar. Lagt fyrir nefndina að hugsa málið til næsta fundar.


4. Nefndin minnt á að bæta sínum hugmyndum inn í stefnumótunarskjalið.


5. a. Nefndin hvetur ungmennaráð til að velja nýjan fulltrúa til setu á fundum TÍM nefndar þar sem Angantýr er nefndarmaður.

b. Auglýsa þarf eftir tilnefningum til íþróttafólks ársins sem fyrst. Lagt er til að minnt verði á reglurnar um kjörið og voru þær yfirfarnar.


Fundi slitið kl. 18:40

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón