A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 28. apríl 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Júlíus Freyr Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.

 


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.      Staðardagskrá 21

Farið yfir málaflokka er tengjast nefndinni sérstaklega og verkefnum forgangsraðað.

 

  1. 2.      Samstarf við SEEDS

Lagt er til að óskað verði eftir hópi sjálfboðaliða frá SEEDS og að verkefni sumarsins verði viðhald á göngustígum.

 

  1. 3.      Aðalfundur HSS

Lagt fram til kynningar.

 

  1. 4.      Vinnuskóli Strandabyggðar

Rætt um tilgang og markmið vinnuskóla. Komist að þeirri niðurstöðu að tilgangurinn sé að læra að bera virðingu fyrir fjölbreyttri vinnu og að unglingarnir leggi sitt af mörkum fyrir sveitarfélagið, fegrun þess og uppbyggingu með fjölbreyttum hætti. Í þessu getur meðal annars falist skapandi störf, garðyrkja og hagnýt fræðsla sem tengist vinnunni.

 

 

  1. 5.      Hamingjudagar

Dagskrárdrög kynnt og samþykkt með viðbótum. Ákveðið að hafa hverfisfundi í maí.

 

  1. 6.      Önnur mál

Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði lögð fram til kynningar.

TÍM nefnd leggur til að farið verði í þróunarverkefni um frístundanámskeið með börnum í sveitarfélaginu. Námskeiðin væru hálfan daginn, tvær vikur í senn, annars vegar fyrir 6-9 ára og hins vegar 10-12 ára þar sem unnið væri með skapandi starf, íþróttir, leiki o.fl. Lagt er til að ráðin verði manneskja til starfsins. Selt yrði á námskeiðin ásamt því að leitað yrði eftir styrkjum.

 

 

Fundi slitið kl. 23:20

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Ásta Þórisdóttir

Salbjörg Engilbertsdóttir

Jóhann Lárus Jónsson

Kristjana Eysteinsdóttir

Júlíus Freyr Jónsson

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón