A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur nr. 1355 29.12.2023 aukafundur

Fundur nr. 1355 í sveitarstjórn Strandabyggðar, sem er aukafundur var haldinn föstudaginn 29. desember kl. 12.30 á skrifstofu sveitarfélagsins Hafnarbraut 25, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir starfandi oddviti, Matthías Sævar Lýðsson, Hlíf Hrólfsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson varamaður. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Hækkun útsvars í samræmi við lög um hámarksútsvar sveitarfélaga.

 

Oddviti, setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og kannaði lögmæti fundarins. Engin athugasemd var gerð við fundarboðun.

 

Þá var gengið til dagskrár

 

  1. Hækkun útsvars í samræmi við lög um hámarksútsvar sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur eftirfarandi breytingar á útsvarsprósentu:

 

  1. Að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði hækkuð úr 14.52% í 14,74%, eins og lög um hámarksútsvarsprósentu gera ráð fyrir. Þessi breyting mun hafa áhrif til hækkunar tekna hjá sveitarfélaginu og útgjaldahækkun útsvarsgreiðenda að sama skapi.
  2. Að 0,23 prósentustigum verði bætt við 14.74%, en sú hækkun er tilkomin vegna viðbótarálagningar vegna fjármögnunar á framlagi í málaflokk fatlaðs fólks. Útvarsprósentan verði þannig 14,97%. Þessi breyting hefur ekki áhrif til hækkunar gjalda hjá íbúum vegna samsvarandi lækkunar tekjuskattsprósentu ríkisins.

 

Greinargerð:

Við fjárhagsáætlanagerð vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára, samþykkti sveitarstjórn að færa útsvarsprósentu Strandabyggðar til baka í 14,52%, eins og áður var og afnema þannig það álag á útsvarið sem samþykkt hafði verið að leggja á vegna fjárhagsörðugleika sveitarfélagsins. Þetta aukaálag var tímabundin aðgerð og ákvörðun þar um tekin í samráði við Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Þetta var gert á sveitarstjórnarfundi 1352 þann 14. nóvember s.l. Þarna yfirsást sveitarstjórn, að grunnurinn ætti í raun að vera 14,74%, ekki 14,52% eins og áður var og er þarna vísað í breytingu á reglum um hámarksútsvar frá lok desember 2022.

 

Síðan kemur beiðni stjórnvalda til sveitarfélaga í landinu, um að hækka útsvarið um 0,23 prósentustig, eða úr 14,74% í 14,97%. Þessi beiðni hefur tilvísun í samning Ríkis og sveitarfélaga frá 15. desember s.l. en þar var undirritað samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósentustig með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Þessi hækkun útsvars hefur því engin áhrif á útgjöld almennings.  Nánari upplýsingar um tilurð þessarar breytingar má finna í tilkynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Til að leiðrétta þetta, þarf sveitarstjórn því fyrst að leiðrétta grunninn með hækkun úr 14,52% í 14,74% og síðan að hækka um 0,23 prósentustig, úr 14,74% í 14,97% og er hvorutveggja hér með staðfest.

 

Oddviti óskar eftir samþykki sveitarstjórnar hvað lið 1 varðar um hækkun útsvarsprósentu fyrir árið 2024 í 14,74% og er sá liður samþykktur samhljóða.

 

Hvað lið 2 varðar um hækkun útsvarsprósentu vegna fjármögnunar á málefnum fatlaðra um 0,23 prósentustig úr 14,74% í 14,97%. Oddviti ber undir atkvæði og samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða.

 

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 12.55

 

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón