A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1332 í Strandabyggð - aukafundur 31.maí 2022

Auka-Sveitarstjórnarfundur nr. 1332 og jafnframt fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Strandabyggð, var haldinn þriðjudaginn 31. maí 2022 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 16:03. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Matthías Lýðsson, Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Jónsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri situr einnig fundinn og ritar fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Undirritun trúnaðaryfirlýsingar
  2. Kosning oddvita og varaoddvita
  3. Kosning í nefndir og ráð
  4. Kosning/ráðning endurskoðenda
  5. Minnisblað skrifstofustjóra, staða í bókhaldi, framkvæmdum og verkefnum
  6. Tillaga um þakkir til fyrri sveitarstjórnar
  7. Tillaga um framkvæmd við byggingu réttar í Staðardal
  8. Tillaga um gerð göngustígs frá íbúabyggð út á Skeljavíkurgrundir
  9. Tillaga um uppsetningu hraðamælis, skiltis og gangbrautar á Hafnarbraut
  10. Tillaga um tengingu malbiks í Vitahalla
  11. Tillaga um gerð göngustígs af Borgabraut að leikskóla
  12. Tillaga um ristarhlið að Klúku í Miðdal
  13. Tillaga um fund með stjórnendum Orkubús Vestfjarða um orkukosti í Strandabyggð
  14. Tillaga um að leita til Vestfjarðarstofu v.innviða- og þekkingargreiningar í Strandabyggð
  15. Erindi frá Andreu K. Jónsdóttur, lagt fram til kynningar
  16. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 11. Maí 2022

Matthías Lýðsson bauð fundarmenn hjartanlega velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engin athugasemd var við fundarboðið.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

  1. Undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Nefndarmenn kynntu sér trúnaðaryfirlýsingu sveitarstjórnarmanna og undirrituðu hana.
  2. Kosning oddvita og varaoddvita.  Matthías spyr hvort tillaga sé um oddvita sveitarfélagsins og Jón Sigmundsson mælir með Þorgeiri Pálsssyni.  Matthías Lýðsson stingur upp á Hlíf Hrólfsdóttur sem oddvita. Kosning fer fram með handaruppréttingu. Þrír kjósa Þorgeir Pálsson og tveir Hlíf Hrólfsdóttur.  Þorgeir Pálsson tekur nú við fundarstjórn. Næst er kosning varaoddvita, Þorgeir Pálsson mælir með Sigríði Jónsdóttur sem varaoddvita og Matthías Lýðsson mælir með Hlíf Hrólfsdóttur.  Kosið var með handaruppréttingu og hlýtur Sigríður þrjú atkvæði og Matthías Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir sitja hjá. 
  3. Kosning í nefndir og ráð. Farið yfir nefndartillögur T-lista og A-lista og ákveðið að ljúka endanlegri nefndarskipan á næsta fundi þann 14. Júní 2022.
  4. Kosning/ráðning endurskoðenda.  Oddviti leggur til að samið verði við endurskoðunarfyrirtækið KPMG og endurskoðendurnar Kristján Jónasson og Harald Reynisson. Oddvita falið að ganga til samninga við fyrirtækið.
  5. Minnisblað skrifstofustjóra, staða í bókhaldi, framkvæmdum og verkefnum. Salbjörg kynnti minnisblaðið og stöðu í verkefnum og bókhaldi, lagt fram til kynningar.
  6. Tillaga um þakkir til fyrri sveitarstjórnar. Matthías Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: „Nýkjörin sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar þeim sem sátu í sveitarstjórn liðins kjörtímabils fyrir störf þeirra í þágu íbúa Strandabyggðar.” Samþykkt samhljóða.
  7. Tillaga um framkvæmd við byggingu réttar í Staðardal.  Þorgeir Pálsson leggur til eftirfarandi tillögu: „Á framkvæmdaáætlun sveitarstjórnar er gerð réttar í Staðardal. Mikilvæg að hefja framkvæmdir ef það á að nást að nota réttina í haust.“ Matthías vekur athygli á að einnig hafi verið gert ráð fyrir rétt í Bitrufirði til að staðið sé betur að fjallskilum. Sveitarstjórn er sammála mikilvægi beggja verkefna og samþykkir að hefja undirbúning þeirra hið fyrsta. Lagt er til að oddvita verði falið að ræða við landeigendur, Vegagerðina og aðra haghafa um hugsanlega staðsetningu.  Einnig að oddvita verði falið að undirbúa útboð eða auglýsa eftir tilboðum í verkið.
  8. Tillaga um gerð göngustígs frá íbúabyggð út á Skeljavíkurgrundir.  Tillaga frá Jóni Sigmundssyni: „Lagt er til að sveitarfélagið hefji strax í sumar, í tengslum við vinnuskólann sé þess kostur, vinnu við að gera göngustíg frá íbúðabyggð út á Grundir, þannig að þeir sem sækja íþróttir á núverandi og framtíðaríþróttasvæði Strandabyggðar, geti gengið alla leið með öruggum hætti, frá allri bílaumferð.”  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og vísar málinu til US nefndar og tengingar í aðalskipulagsgerð.
  9. Tillaga um uppsetningu hraðamælis, skiltis og gangbrautar á Hafnarbraut. Tillaga frá Jóni Sigmundssyni: „Lagt er til að rætt verði við Vegagerðina um uppsetningu hraðamælis, skiltis og merktar gangbrautar, á þeim vegkafla þegar keyrt er inn í þorpið frá þjóðvegi.  Þetta er mikið öryggismál fyrir íbúa, sérstaklega þá yngri sem fara þarna yfir daglega.” Sveitarstjórn fagnar þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað og horfir til frekari aðgerða.  
  10. Tillaga um tengingu malbiks í Vitahalla. Tillaga frá Jóni Sigmundssyni: Mikilvægt er að ganga frá tengingu malbiks í Vitahalla enda hefur verið gert ráð fyrir þessari framkvæmd.“ Sveitarstjórn fagnar þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað.  Hlíf Hrólfsdóttir bendir á að réttnefni sé Skólahalli.
  11. Tillaga um gerð göngustígs af Borgabraut að leikskóla. Tillaga frá Jóni Sigmundssyni: „Lagt er til að gerður sé viðunandi göngustígur af Borgabraut niður að leikskólanum Lækjarbrekku sem fyrst, til öryggis og þæginda fyrir íbúa.“  Málinu vísað til  Umhverfis- og skipulagsnefndar til undirbúnings.
  12. Tillaga um ristarhlið að Klúku í Miðdal. Tillaga frá Sigríði Jónsdóttur: „Ristarhlið við afleggjara á veginn fram í Miðdal er löngu tímabært.“  Sveitarstjórn fagnar tillögunni en telur verkefnið hluta af mun stærra máli og vísar erindinu til næsta fundar.
  13. Tillaga um fund með stjórnendum Orkubús Vestfjarða um orkukosti í Strandabyggð.  Tillaga frá Matthíasi Lýðssyni og Hlíf Hrólfsdóttur: „Sveitarstjórn Strandabyggðar felur oddvita að fá stjórnendur Orkubús Vestfjarða til fundar við sveitarstjórn, um orkukosti og orkunýtingaráform í Strandabyggð og upplýsa um stefnu og áform OV.”  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna en áréttar að þetta verkefni takmarkar sveitarstjórn ekki í að skoða aðra kosti.
  14. Tillaga um að leita til Vestfjarðarstofu v.innviða- og þekkingargreiningar í Strandabyggð. Tillaga frá Matthíasi Lýðssyni og Hlíf Hrólfsdóttur um að leita til Vestfjarðarstofu um innviða- og þekkingargreiningu. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að ræða við Vestfjarðastofu um möguleika á gerð innviða-og þekkingargreiningar í Strandabyggð.
  15. Erindi frá Andreu K. Jónsdóttur, lagt fram til kynningar. 
  16. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 11. Maí 2022. Lagt fram til kynningar.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt og fundi slitið kl. 18:03

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Jónsdóttir

Matthías Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón