A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar - 14. sept. 2010

Þriðjudaginn 14. september 2010 var haldinn fundur nr. 1167 í sveitarstjórn Strandabyggðar. Hann var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík og hófst kl. 18:15. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og stjórnaði fundi. Auk hans sátu fundinn Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir sveitarstjórnarmenn, Kristjana Eysteinsdóttir varamaður, Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. Á dagskrá voru eftirtalin mál:

 • 1. Skýrsla sveitarstjóra.
 • 2. Aðalskipulag Strandabyggðar árin 2010-2022.
 • 3. Deiliskipulag fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur.
 • 4. Úttekt BSI á leiktækjum á opnum svæðum á Hólmavík.
 • 5. Erindi frá Jóhönnu Guðbrandsdóttur vegna leiktækja við leikskólann dags. 3. sept. 2010.
 • 6. Erindi frá Þjóðfræðistofu um lista- og fræðimannsíbúð á Hólmavík dags. 8. sept. 2010.
 • 7. Tillögur um úrbætur við tjaldsvæðið á Hólmavík frá Úlfari Hentze Pálssyni frá 11. ágúst 2010.
 • 8. Umræður um akstur leikskólabarna úr dreifbýli sunnan Hólmavíkur og athugasemd um sama efni frá Sigríði Drífu Þórólfsdóttur.
 • 9. Tilboð frá Lýð Jónssyni í gamla vatnstankinn á Hólmavík dags. 3. sept 2010.
 • 10. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 13. sept. 2010.
 • 11. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 2. sept. 2010.

 

Þá var gengið til dagskrár:


1. Skýrsla sveitarstjóra.

Í skýrslu sveitarstjóra er fjallað um framkvæmdir í sveitarfélaginu.  Unnið hefur verið að viðgerð eftirtalinna rétta: Kirkjubólsrétt, Staðarrétt og Skeljavíkurrétt. Þá hefur verið unnið að gatnaviðgerðurm: Malbik var yfirlagt í brekkunni á Vitabrautinni og upp að skóla og á planið þar. Eins hefur verið farið í holufyllingar í Lækjartúni. Gámasvæði í Skothúsvík er tilbúið fyrir flutning gáma á svæðið.

 

Fjallað er um þá fundi sem haldnir hafa verið frá því að síðasti sveitarstjórnarfundur var haldinn. Sveitarstjórn fundaði með forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða þar sem starfsemi Orkubúsins var kynnt fyrir sveitarstjórnum Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Á fundinum var rætt um mikilvægi samstöðu sveitarfélaganna og Orkubúsins við að þrýsta á lagningu 3 fasa rafmagns á svæðinu og ná fram lækkun og jöfnun á raforkukostnaði í dreifbýli og þéttbýli.  

Fundur var haldinn með fulltrúum úr sveitarstjórnum Árneshrepps og Kaldraneshrepps um samstarf sveitarfélaganna og ákveðið að Héraðsnefnd Strandasýslu myndi funda hið fyrsta og nauðsynlegt væri að það yrði fyrir lok september.

55. þing Fjórðungssambands Vestfirðinga var haldið á Hólmavík dagana 3. og 4. september 2010. Þingið fór vel fram og lýstu gestir yfir ánægju með móttökurnar. Fundargerð þingsins má lesa á heimasíðu Fjórðungssambandsins, www.fjordungssamband.is

Sveitarstjóri fór inn á stjórnarfund Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og lýsti yfir áhuga Strandabyggðar á áframhaldandi góðu samstarfi og mikilvægi starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins í Strandabyggð, bæði fyrir sveitarfélagið sjálft og sveitarfélögin hér í kring. Atvinnuþróunarfélagið lýsti yfir gagnkvæmum áhuga á samstarfi.

Sveitarstjóri hefur farið í heimsóknir í Leikskólann Lækjarbrekku og Grunn- og Tónskólann á Hólmavík að kynna sér starfsemina og heilsa upp á starfsfólk og mun heimsækja fleiri starfsstaði í Strandabyggð næstu daga. Þá hefur sveitarstjóri fundað með fulltrúa Vinnumálastofnunar og byggingafulltrúa um vinnulag og samstarf. Fulltrúar frá F.O.S.Vest og Starfsendurhæfingu Vestfjarða komu og héldu kynningu á starfsemi sinni, hægt er að nálgast gögn um starfsemi þeirra á skrifstofu Strandabyggðar. 

Boðaður hefur verið fundur forsvarsmanna Byggðastofnunar og sveitarstjórnar Strandabyggðar miðvikudaginn 15. september til að ræða viðvarandi fólksfækkun í Strandabyggð.

Þá kemur fram í skýrslu sveitarstjóra að skipa þarf fulltrúa Strandabyggðar í stjórn Fiskmarkaðarins fyrir aðalfund sem boðaður hefur verið 23. september 2010. Skipa þarf 2 fulltrúa Strandabyggðar í Sorpsamlag Strandasýslu, fyrir aðalfund 23. september 2010. Oddvitum er falið að tilnefna fulltrúa. 

 

2. Aðalskipulag Strandabyggðar árin 2010-2022.

Sveitarstjórn fór yfir fram komnar athugasemdir við Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022. Samþykkt er einróma að óska eftir að fá fulltrúa frá Landmótun, sem unnið hefur að aðalskipulagi fyrir Strandabyggð, til fundar þar sem farið er yfir skipulagstillögu áður en hún er afgreidd í sveitarstjórn.  

 

3. Deiliskipulag fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur.

Farið var yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Strandabyggðar við Deiliskipulag fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur. Ákveðið að fara yfir Deiliskipulagið með fulltrúa frá Landmótun og Deiliskipulagi einróma vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar í framhaldi af því.

 

4. Úttekt BSI á leiktækjum á opnum svæðum á Hólmavík.
Farið var yfir athugasemdir Aðalskoðunar Leiksvæðis, BSI á Íslandi, dagsett 23. ágúst 2010, við leiksvæði við Leikskólann Lækjarbrekku, Grunnskólann á Hólmavík og opin leiksvæði á Hólmavík. Samþykkt að taka strax niður kastala á opnu svæði við Höfðatún sem metinn er í skýrslu sem ,,hámarks-áhætta" og skoðaðar endurbætur á honum.  Þá er samþykkt að unnið verði að öðrum úrbótum sem óskað er eftir í skýrslunni.  Úttektum BSI er vísað til Fræðslunefndar til upplýsingar.

 

5. Erindi frá Jóhönnu Guðbrandsdóttur vegna leiktækja við leikskólann dags. 3. sept. 2010.

Jóhanna Guðbrandsdóttir sendi inn erindi og benti á skort á leiktækjum fyrir yngstu börnin á leikskólanum Lækjarbrekku og óhreinindi í sandkassa vegna umgangs katta. Sveitarstjórn þakkar Jóhönnu Guðbrandsdóttur fyrir erindið og mun óska eftir tillögum frá leikskólanum Lækjarbrekku varðandi leiktæki fyrir yngstu börnin. Þá er samþykkt að gera ráðstafanir varðandi lok á sandkassann í samráði við leikskólann. 

 

6. Erindi frá Þjóðfræðistofu um lista- og fræðimannsíbúð á Hólmavík dags. 8. sept. 2010.

Katla Kjartansdóttir kynnti erindi Þjóðfræðistofu þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu Strandabyggð fyrir leigu á Hafnarbraut 7 með það að markmiði að nýta húsið sem lista- og fræðimannaíbúð á Hólmavík. Sveitarstjórn finnst hugmyndin mjög áhugaverð og vísar erindinu til Menningarmálanefndar þar sem Þjóðfræðistofa hefur áhuga á að kynna erindið enn frekar. 

 

7. Tillögur um úrbætur við tjaldsvæðið á Hólmavík frá Úlfari Hentze Pálssyni frá 11. ágúst 2010.

Sveitarstjórn fór yfir tillögur um úrbætur við tjaldsvæðið og hugleiðingar um staðsetningu upplýsingamiðstöðvarinnar. Sveitarstjórn þakkar Úlfari Hentze Pálssyni fyrir vel unna úttekt og felur sveitarstjóra að leita álits hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og verslun og þjónustu á Hólmavík og leggja frekari tillögur fyrir sveitarstjórn. 

 

8. Umræður um akstur leikskólabarna úr dreifbýli sunnan Hólmavíkur og athugasemd um sama efni frá Sigríði Drífu Þórólfsdóttur.

Formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri funduðu með foreldrum leikskólabarna sunnan Hólmavíkur. Tillaga kom fram frá foreldrum á fundinum að skólaakstri leikskólabarna verði eins háttað og sl. vetur. Foreldrar ætla að leggja fram frekari tillögur síðar. Sveitarstjórn fagnar því að foreldrar leyti frekari lausna og samþykkir að akstri leikskólabarna sé með óbreyttum hætti þangað til annað verði ákveðið.  

 

9. Tilboð frá Lýð Jónssyni í gamla vatnstankinn á Hólmavík dags. 3. sept 2010.

Sveitarstjórn þakkar fyrir tilboðið en hafnar erindinu. Sveitarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð gamla vatnstanksins á Hólmavík að svo stöddu. 

 

10. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 13. sept. 2010.

Samkvæmt lið 2 og 3 hér að ofan er afgreiðslu liða 1 og 2 í fundargerð Bygginga- og umferðar- og skipulagsnefndar frá 13. september frestað. Sveitarstjórn gerir athugasemd við lið 3: Koma þarf fram að húsið sem útgerð Hlakkar hefur keypt er húsið að Hafnarbraut 14. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.

 

11. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 2. sept. 2010.

Fundargerð samþykkt. 

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 21:55.

 

Jón Gísli Jónsson (sign)

Ásta Þórisdóttir (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir (sign)

Kristjana Eysteinsdóttir (sign)
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón