A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ Sterkra Stranda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. maí 2024

Fundargerð verkefnisstjórnar Sterkra Stranda
haldinn í fjarfundabúnaði þann 5. apríl 2024 kl. 13:00

Kristján Þ. Halldórsson (formaður), Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Guðrún
Ásla Atladóttir, Helga Harðardóttir og Magnea Garðarsdóttir. Auk þess sat fundinn Sigurður
Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, sem ritar fundargerð.

Sigríður Jónsdóttir lýsti sig vanhæfa til að taka þátt í úthlutunarferlinu með símtali til
verkefnisstjóra kl. 13.11

Fundur settur 13.18 og gengið til dagskrár.

Aðeins eitt mál var á dagskrá, úthlutun úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda 2024.
Auglýst var eftir styrkumsóknum þann 2. febrúar 2024. Alls voru að þessu sinni til úthlutunar
kr. 23.500.000 kr.

Frestur til að skila inn umsóknum var til 26. febrúar 2024 og bárust alls 33 umsóknir um styrki.
Heildarfjárhæð styrkumsókna nam kr. 87.141.343 kr.- en til ráðstöfunar voru, sem fyrr segir,
23.500.000.

Kl. 15:05 var fundi frestað með samþykki allra fundarmanna.

Fundi framhaldið kl. 10:30 þann 9. apríl.

Að undangengnum umræðum og gaumgæfilegri yfirferð gagna var ákveðið að átján verkefni
fengju styrki í þessari síðustu úthlutun Sterkra Stranda, en yfirlit styrktra verkefna má sjá hér
að neðan.

Styrkþegi Verkefnisheiti Styrkloforð

Galdur brugghús Kuklið - frumkvöðlasetur matvæla 3.000.000

Ólafur Númason Norðurfjara 3.000.000

Galdur brugghús Equipment upgrade and growth 2.500.000

Valgeir Örn Kristjánsson Strandagluggar og hurðir. 2.500.000

Úr sveitinni ehf Strandarætur 2.200.000

Fine Foods Íslandica ehf,Sveppasmiðja ehf Co-production space at Kuklið to strengthen Strandabyggð businesses 2.200.000

Skíðafélag Strandamanna Bætt aðstaða í skíðaskála 2.000.000

H&H þjónusta Uppbygging á Smiðjunni. 800.000

Röfn Friðriksdóttir Stofa 750.000

Arnkatla lista- og menningar Galdrafár á Ströndum 750.000

Pakkhúsið Vík ehf Aukið vöruval í Pakkhúsinu 700.000

Ágúst Helgi Sigurðsson Hagkvæmnisathugun vegna steypustöðvar á Hólmavík 600.000

Sögusmiðjan Kortlagning gönguleiða í nágrenni Hólmavíkur 600.000

Sauðfjársetur á Ströndum ses Minningatorg og sögusýning við Sævang 500.000

Sauðfjársetur á Ströndum ses Fjárréttir fyrr og nú 500.000

Fjölmóður Fróðskaparfélag á Ströndum Ráðstefnustaðurinn Strandir 350.000

Skíðafélag Strandamanna Trékyllisheiðin 17. ágúst 2024 - utanvegahlaup 300.000

Leikfélag Hólmavíkur Leikrit í fullri lengd 250.000

Fleira ekki gjört. Fundi slitið 11:05

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón