A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð fræðslunefndar 7. nóvember 2022

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju mánudaginn 7.nóvember 2022. Mættir eru Jón Sigmundsson formaður, Vignir Rúnar Vignisson, Steinunn Magney Eysteinsdóttir og Guðfinnu Lára Hávarðardóttir. Guðfinna Sævarsdóttir boðaði forföll en ekki náðist að boða varamann í hennar stað. Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritar fundargerð. Fulltrúar skólans mættu kl. 16:42 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Vala Friðriksdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar boðaði forföll, Íris Jóhannsdóttir sem fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og leikskóla. Fulltrúi starfsmanna leikskóla Lína Þóra Friðbertsdóttir. Fulltrúi ungmennaráðs Jóhanna Rannveig Jánsdóttir var boðuð en mætti ekki.


Fundardagskrá:

 

1. Útboð/auglýsing um tilboð í mötuneyti, sjá minnisblað frá oddvita. Kynnt
Vignir R Vignisson og Guðfinna Hávarðardóttir gera athugasemd um að þeim finnist fyrirvari of skammur. Guðfinna Hávarðardóttir vill sjá betur unnin útboðsgögn.Guðfinna Hávarðardóttir rifjar upp sameiginlegar stefnu sveitafélaga á Vestfjörðum um sjálfbæraþróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti. Sveitafélögin á Vestfjörðum hafa einsett sér að nýta vinnuafl, vörur og þjónustu á svæðinu að því marki sem mögulegt er og efla þannig hagkerfi í heimabyggð.
Nefndin minnir á mikilvægi þess að tekið sé tillit til stefnunar um heilsueflandi skóla við samsetningu á matseðli.


2. Skólaakstur, sjá minnisblað frá oddvita. Umræður. Nefndin minnir á að til er reglugerð um skólaakstur um tíma sem börnin mega eyða í akstri. Einnig um öryggi og útbúnað bílanna. Guðfinna Hávarðardóttir vill koma á framfæri að akstur sveitafélagsins væri jöfnunartæki fyrir börn óháð búsetu. Jafnar tækifæri barna til tómstundaiðkunnar, námskeiðisdvala, leikskólanáms og til að taka þátt í samfelldum degi barna í Strandabyggð.

3. Fundaáætlun 2023 sjá áætlun 2022 á þessari slóð: http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/1943/
Jón Sigmundsson tilkynnir nefndinni það að stefnt sé að fækka fundum nefndarinnar í 5 í stað 7 vegna hagræðingar.
Guðfinna Hávarðardóttir vill beina því til sveitastjórnar að standa vörð um funda fjölda lögbundinnar nefnda og leita annara leiða til skera niður kostnað við yfirstjórn.

4. Gjaldskrá fræðslustofnana til kynningar.
Guðfinna Hávarðardóttir vill rifja upp fundargerð fræðslunefndar frá 22 júní 2022 þar sem nefndin lagði til að tengja betur systkinaafslátt á milli deilda leik og grunnskóla og hverfa aftur til daggjalds í stað mánaðargjalds fyrir mötuneyti grunnskólans.
Guðfinna Hávarðardóttir, Vignir Rúnar Vignisson, Steinunn M Eysteinsdóttir og fulltrúi foreldra vilja með fyrirvara um óséða fjárhagsáætlun ársins 2023 gagnrýna mikla hækkun á gjaldskrá sameiginlegs grunn, tón og leikskóla. Ekki liggur fyrir hvernig fjármununum verði varið en verði þeim ekki varið í málaflokk fræðslumála þá finnst okkur þetta óforsvaranlegt.


5. Önnur mál:
Nefndin vill að sett verði öryggisnet á fótboltavöllinn á grunnskólalóðinni og hafist verður handa strax.


Fundi slitið 18:07


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sitji fundinn
Jón Sigmundsson formaður
Vignir Rúnar Vignisson
Steinunn Magney Eysteinsdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón