A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefndarfundur 10. júní 2021


Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 10. júní kl. 17.05 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Sigurður Marínó Þorvaldsson. Fulltrúar skólans eru mættu kl. 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri og Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar. Fulltrúi ungmennaráðs mætti ekki.

Dagskrá

1. Samræmd könnunarpróf – niðurstöður
Skólastjóri kynnir munnlega niðurstöður skólans. Allir nemendur 9. bekkjar tóku próf í íslensku, fjórir í stærðfræði og fimm í ensku. Prófin komu vel út í heildina og yfir meðaltali landsins. Enginn samanburður er þó viðeigandi vegna fámennis og þess að nemendur um allt land höfðu val um að taka prófin og af mismunandi ástæðum var það ekki valið. Það er markmið skólans að allir nái framförum í náminu. Huga þarf að skipulagi náms í 10. bekk fyrir nemendur sem náðu framúrskarandi einkunn í
samræmdum könnunarprófum. Einnig þarf að hafa í huga að prófin mæla ekki alla þætti námsgreinar.

2. Starfsmannamál
Skólastjóri kynnir munnlega yfirstandandi ráðningar og tímamagn sem áætlað er fyrir komandi skólaár. Vegna tengsla skólastjóra við umsækjanda óskaði skólastjóri eftir að mat á umsókn færi fram af óháðum aðila og var það Kristrún Lind Birgisdóttir hjá Tröppu sem sá um það ásamt því að meta allar umsóknir um kennarastöður. Nú er búið að ráða í stöðu íþróttakennara, umsjónarkennara í 1.-3. bekk og umsjónakennara í 7.-10. bekk.

Áætlaður nemendafjöldi og skipting í samkennsluhópa verður:
Samkennsla árganga 2021-2022
1.-3. bekkur = 17
4.-6. bekkur = 13
7.-10. bekkur = 15

Og skiptist tímamagn:
1.-3. bekkur 30 kest
4. bekkur 30 kest, 5-6. bekkur 35 kest
7. bekkur 35 kest, 8.-10. bekkur 37 kest
Samtals 102 kest

Sérkennsla í bekk, námsveri eða einstaklingskennsla 50 kest.
10 skiptitímar vegna íþrótta, lista og 10.bekk
Samtals 162 kest

Áætlað er að stöðugildi skólaársins 2021-2022 skiptist eftirfarandi:

Stöðugildi í grunnskóla
Skólastjóri 1
Kennarar 4,75
Stuðningsfulltrúi 2,8
Frístund 0,6
Liðveisla 0,6
Sérkennslustjóri 1
Þroskaþjálfi 1
Skólaliði 1,6
Skólabílstjóri, húsvörður, bókavörður 0,7
Stöðugildi leikskóla
Aðstoðarleikskólastjóri 1
Kennarar og leiðbeinendur 8
Þroskaþjálfi 1
Matráður 1
Ræstingar 0,2
Stöðugildi tónskóla
Aðstoðartónskólastjóri 1
Tónlistarkennari 1

Nemendafjöldi leikskóla
2016 - 5
2017 - 5
2018 - 4
2019 - 6
2020 - 6

Auglýst hefur verið bæði fyrir störf í leikskóla og eftir stuðningsfulltrúa og hafa þegar borist frambærilegar umsóknir. Allir þeir sem ráðast til starfa hjá skólanum vinna óháð skólastigi.

Ýmislegt hefur orðið til þess að starfsmannamál verða sífellt meira púsluspil. Stytting vinnuvikunnar, veikindi starfsmanna og kjarasamningsbundin lenging á orlofi hjá ófaglærðum starfsmönnum. Mikilvægt er að hlúa vel að starfsfólki þegar erfiðleikar eru í mönnun, að trygg afleysing sé til staðar svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum.

3. Skóladagatal lokaútgáfa
Skólastjóri kynnir skóladagatölin. Nefndin samþykkir skóladagatölin.

4. Starfsmannastefna
Starfsmannastefnan hefur nú verið kynnt öllum starfsmönnum skólans og tekið tillit til athugasemda. Starfsmannastefnunni er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón