A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 30. janúar 2014

 

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd  30. janúar 2014 og hófst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.

 

Mætt eru:  Viðar Guðmundsson, Ester Sigfúsdóttir, Ragnar Bragason, Sigurður Árni Vilhjálmsson og Jóhanna Guðbrandsdóttir varamaður og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra .

 

 • Málefni fræðslunefndar:

  Málefni leikskóla:
  Boðuð kl. 17.00: Sirrý Ásgeirsdóttir leikskólastjóri og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra.

Dagskrá fundar

 1. Uppfærsla á Staðardagskrá fyrir Strandabyggð.
  Verkefni sem stefnt var að fyrir leikskólann
  a)      Hvatt til aukinnar menntunar starfsfólks leikskólans.
  Sigrún er búin að ath. með námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir starfsfólk leikskólans og var vel tekið í það.
  b)      Leikskólinn taki þátt í Grænfánanum.
  Stefnt er að því að sækja um Grænfána á næsta fundi fyrir leikskólann.
  c)      Leik- og grunnskóli taki þátt í Yrkju, sem er skógræktarverkefni fyrir skóla.
  Sigrún tekur að sér að uppfæra stöðu leikskólans í staðardagskrá 21.
  Sigrún er að byrja að vinna námskrá fyrir leikskólann.
  Foreldrar eru hvattir til að skilja bílana sína ekki eftir í gangi við leikskólann. Óskar fræðslunefnd eftir því að það verði sett upp skilti við leikskólann þar að lútandi.
  Breyta skráningu á heimasíðu Strandabyggðar að Leikskóli og Grunnskóli verði undir þjónustu en ekki stofnun.
  Vilji er til að leikskólabörn fái danskennslu, þegar danskennari kemur til Hólmavíkur, Sigrún tekur að sér að hafa samband við danskennarann.

  Málefni grunnskóla: 
  Boðuð kl. 17.30: Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir skólastjóri, Ragnar Bragason, Sigurður Árni Vilhjálmsson, Jóhanna Guðbrandsdóttir varamaður, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir  fulltrúi kennara,  Hildur Heimisdóttir fulltrúi tónskóla.
 2. Skólapúlsinn
  Ákveðið að nota Skólapúlsinn seminnra mat skólans, lögð verður fyrir könnun meðal foreldra og starfsfólks.
 3. Staðardagskrá
  Hulda tekur að sér að uppfæra stöðugreiningu fyrir Grunnskólann, Hildur fyrir tónskólann og Hrafnhildur fyrir dreifnámsdeild, vegna Staðardagskrár 21, fyrir næsta fund.
  Fræðslunefnd og skólastjórnendur ætla að koma með hugmyndir að stefnu Grunnskólans fyrir næsta fund.
  Grunnskólinn ætlar að taka þátt í Ólafsdalsverkefninu eins og gert var á síðasta ári og heppnaðist mjög vel.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:12

.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón