A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 13. apríl 2023

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 17:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Óli Viðarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi í fjarfundarbúnaði og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritar hann fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1. Nauteyri; Skilmálabreyting; Hámarks mænishæð Seiðaeldisstöðvar; Deiliskipulagsbreyting

Lögð er fram beiðni frá Háafelli ehf er varðar óverulega á breytingu á skilmálum deiliskipulags Nauteyrar. Í breytingunni felst að hámarks mænishæð Seiðaeldisstöðvar er aukin úr 8,5 m í 10 m.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Strandabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða og breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu.


2. Kvíslatunguvirkjun; Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 og gerð nýs deiliskipulags

Lögð er fram skipulagslýsing dags. 5. apríl 2023 um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi vegna Kvíslarvirkjunar og gerð deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið, sbr. erindi Orkubús Vestfjarða dags. 5. apríl 2023. Óskað er heimildar til vinna deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að framlögð lýsing skipulagsverkefnis verði kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Í aðalskipulagsbreytingunni felst að marka stefnu um Kvíslatunguvirkjun í Selárdal. Hluti landbúnaðarsvæðis í Selárdal, þar sem fyrirhugað er að reisa stöðvarhús og setja upp vélaspenni, verður breytt í iðnaðarsvæði. Ofar, þar sem nú er óbyggt svæði, verður gerð grein fyrir helstu mannvirkjum tengd virkjuninni, þ.e.a.s. stíflum, miðlunarlónum og öðrum veitumannvirkjum. Einnig verða vegir, raflínur og efnistökusvæði tilgreind í skipulagsbreytingunni. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin og kynnt tillaga að deiliskipulagi virkjunarsvæðis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Strandabyggðar að heimila gerð deiliskipulags og samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

3. Ingimundur Pálsson, Erindi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að leggja bráðabirgða klæðningu á götuna.


4. Vatnstankur, til kynningar.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón