A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd 29. ágúst 2011

Fundur haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 29. ágúst 2011 kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Örn Kristjánsson, Ingimundur Jóhannsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Þorsteinn Paul Newton og Hafdís Sturlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi í símanum.

 

Fundarefni:

 

1. Girðing við Kópnesbraut 3a

2. Pallur við Hafnarbraut 23

3. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli Strandabyggðar

4. Umsögn um aðalskipulagsbreytingu Súðarvíkurhrepps

5. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

6. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Girðing við Kópnesbraut 3a.

Þrjár umsagnir komu frá nágrönnum um girðinguna. Allir umsagnaraðilar voru á móti byggingu girðingarinnar og nefnir einn aðilinn að á tali sínu við bæjarbúa verði að varðveita gömlu götumyndina. Núverandi mynd girðingarinnar fær ekki samþykki byggingarnefndar og vill nefndin vísa því til byggingarfulltrúa að komast að niðurstöðu um endanlega girðingu.

 

2. Pallur við Hafnarbraut 23.

Erindi samþykkt.

 

3. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli Strandabyggðar.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Umsögn um aðalskipulagsbreytingu Súðarvíkurhrepps.

Nefndin sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þessa aðalskipulagsbreytingu.

 

5. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Lagt fram til kynningar.

 

6. Önnur mál

a. Umsókn um breytingu á lóð við Hafnarbraut 23. Erindi frestað.

b. Staðsetning listaverks Einars Hákonarsonar. Erindi samþykkt með þremur atkvæðum. Einn var á móti og einn sat hjá. Ingimundur var á móti vegna þess að ekki hefur verið lokið við frágang á höfn.

c. Lóðamörk við Kópnesbraut 4 og 4b. Fyrir liggja tvær tillögur að lóðarmörkum. Nefndin samþykkir tillögu B sem liggur einn metar frá skúr að Kópnesbraut 4. Tveir sátu hjá.

d. Lóð utanum geymsluskúra við Norðurfjöru. Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram í málinu.

e. Varðandi beitningargámasvæði. Nefndin vísar því til sveitarstjóra að kanna það hvernig staða sé á gámum á beitningagámasvæð, hvort þeir séu í notkun eða nýttir sem geymslugámar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið:

 

Valgeir Örn Kristjánsson

Ingimundur Jóhannsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Þorsteinn Paul Newton

Hafdís Sturlaugsdóttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón