A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-,dreifbýlis- og hafnarnefnd 17. apríl 2023

Fundur mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 17.00-18.00 að Hafnarbraut 25, kaffistofu.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Landbúnaður
a. Girðingarmál
b. Fjallskil 2023 - umræða

2. Fundir með hagsmunaaðilum í landbúnaði og sjávarútvegi
a. Dagsetningar, staðsetningar og umfang

3. Önnur mál.

Fundur settur kl. 17:05. Formaður kannaði lögmæti fundarins. Engar athugasemdir við fundarboðun. Nokkuð var um forföll og eru því þrír varamenn á fundinum.


Umræða.

1. Landbúnaður

a. Girðingarmál: Riðutilfelli í Miðfirði eru kveikjan að þessari umræðu og er samhugur nefndarmanna með þeim sem þar verða fyrir áföllum. Girðing frá Þambárvöllum í Gilsfjörð er lykilatriði varðandi varnir fyrir Strandabyggð þar sem líflambasala í Strandabyggð skiptir bændur hér mjög miklu máli enda svæðið talið eitt það hreinasta á landinu. MAST greiðir viðhald en það fjármagn virðist ekki duga og þörf á að endurskoða það. Smitleiðir óljósar. Ristarhlið við Dalabyggð (norðan megin) og á Gilsfjarðarbrú (sú girðing liggur alla leið að Þambárvöllum). Þörf á að skoða girðingu í Hrútafirði.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að hún álykti um stöðuna og fari fram á skýrar línur af hálfu MAST og tryggi aukið framkvæmdafé til viðhalds girðinga sem liggja að sveitarfélaginu, og að það fé sé í takt við umfang og þörf.

Varðandi girðingar meðfram vegum í sveitarfélaginu er rétt að athuga skyldur Vegagerðarinnar þegar vegur liggur í gegn um land bænda. Umræða hefur verið lengi um ástand rafmagnsgirðingar frá Grjótá að Hrófá. Eins þarf að skoða ástand girðingarmála frá Hrófá og úr fjörðinn. Einnig er rétt að árétta skyldur og ábyrgð bænda í hvívetna, sérstaklega þegar gestir af öðrum svæðum koma í heimsókn. Rétt er að hvetja MAST til að skerpa á reglum og aðgengi að þeim.

Formanni falið að kanna þetta og undirbúa umræðu með bændum.


b. Fjallskil 2023. Formaður dreifði fjallskilaseðli með nýjum dagsetninum, miðað við óbreyttar áherslur. Mikilvægt að ræða álag á einstaka daga og hafa samráð við aðliggjandi sveitarfélög. Rætt var um réttarmál í Kollafirði.

Formanni falið að heyra í fulltrúum Reykhólahrepps og að halda áfram vinnu við Fjallskilaseðil.


2. Fundir með hagsmunaaðilum í landbúnaði og sjávarútvegi

a. Dagsetningar, staðsetningar og umfang. Spurning um að leggja til fund á föstudegi kl 10. með sjómönnum og þeim sem eiga gáma á Tanganum.

Varðandi fund með bændum leggur nefndin til miðvikudaginn 26.4 kl 13:00 – 15:00.

Formanni falið að boða til beggja funda.


3. Önnur mál.

a. Fram kom spurning um taxta við refa- og minkaveiðar. Formaður mun afla gagna og leggja málið aftur fyrir nefndina.

b. Fyrirspurn kom um kostnað við Staðardalsrétt og Krossárrétt. Formaður upplýsti að Staðardalsrétt hefði nánast verið á áætlun en Krossárrétt aðeins umfram áætlun. Almennt tókst þessi smíði mjög vel.

c. Fyrirspurn kom um vinnuskóla og hvort brottflutt börn gætu sótt um. Formaður taldi það almennt geta gengið.

Fundargerð yfirfarin og samþykkt. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18.08.


Þorgeir Pálsson
Þórður Halldórsson
Marta Sigvaldadóttir
Már Ólafsson
Regnheiður Ingimundardóttir

Ólöf Katrín Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs / 19.4.23-ÞP

Strandabyggð 17.4. 2023
Þorgeir Pálsson, Oddviti, formaður ADH nefndar.

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón